Drífa sig aftur á stað

Jæja nú eru páskarnir búnir og búið að borða mikið og velWink Það er frábært að eiga góðan tíma með fjölskyldunni, slaka á og umfram allt, njóta góðs matar. En þá þarf maður líka að kunna að hætta þegar veislunni er lokið. Margir falla í þá gryfju að halda áfram veisluhöldunum og súkkulaðinu, taka jafnvel 2. og 3. og kannski-bara 4. í páskum. Það er alveg ótækt. Besta leiðin til að koma sér í gang er að mæta strax í ræktina og taka vel á því. Fara aftur að vinna að markmiðunum okkar og njóta þess líka. Því það er ekkert betra að að ná flottu markmiði. Meira um markmið hérna í vikunni.

Ég átti frábæran tíma núna um páskana á skíðum á Akureyri. Þvílík veðurblíða..ummm... alveg kjöraðstæður. Skíði eru svo skemmtileg íþrótt því þar sameinast fjölskyldan í sporti og útiveru. Allir hafa gaman af, alveg sama hvaða aldur, og fá í leiðinni góða hreyfingu. Annað vetrarsport sem er sniðugt fyrir okkur fjölskyldufólkið eru skautar. Ég er búin að gera mikið af því sjálf í vetur að fara með krakkana á skauta hérna í laugardalnum og það er frábær íþrótt fyrir alla. Fjölskyldan að hreyfa sig saman - aðeins minni tölvuleikirUndecided

Sjáumst í ræktinni í fyrramálið,
Addý


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband