Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Eplapie - nammidags!

125 gr. smjör

125 gr. hrásykur

1 egg

125 gr. spelt

2 tsk. vínsteinslyftiduft

2-3 epli

1/2 dl. rúsínur

kanill og hrásykur

Þeyta hrásykur og egg saman, bætið út í smjöri og blandið vel, síðan spelti og lyftidufti, síðast rúsínum (má sleppa). Deigið sett í mót og eplin skorin í litla bita, kanilskykri stráð yfir.  Bakað í 30 mín. við 175-200 gráður. Borið fram með þeyttum rjóma eða vanilluís.


Honey granola - heimatilbúið múslí

Fór í morgunmat til góðrar vinkonu um daginn og hún gaf mér gríska jógúrt sem hún lét smá hunang leka yfir og svo þetta heimatilbúna múslí og namm hvað þetta var gottSmile


400 gr Haframjöl
125 gr Heilar möndlur
100 gr Sólblómafræ
100 gr Graskersfræ
50 gr Sesame fræ
125 gr Sólblómafræ
250 gr Hunag
Vanillu dropar
Kanilduft
Salt
Handfylli af þurrkuðum ávöxtum, t.d. rúsínur, döðlur, trönuber - epli líka góð!

Hitið ofnin í 160gr

Setjið í skál, haframjöl, möndlur og fræin

Settu olíuna, hunang, vanillu, salt og kanil ásamt 125gr vatni í pott. Látið suðu koma upp og hrærið stöðugt í - hellið yfir hráefnin í skálinni og hrærið vel saman!

Setjið í ofnskúffu og í ofninn í ca 1 klst - lækkið þá hitann í 140gr og bakið í aðra klst. Slökkvið á ofninum og hafið inni yfir nótt.

Meðan að kveikt er á ofninum þarf að hræra öðru hvoru í blöndunni. Þurrkuðu ávextirnir eru settir út í eftir ofnbökun. Má minnka hunang ef þið viljið.

Verði ykkur að góðu!


Þessi er næst á listanum hjá mér

Hef heyrt mjög margt áhugavert og gott um þessa bók.  

Hvaðan kemur maturinn sem við erum að borða? Hefur víst eitthvað að gera með korn. já korn! Dæmi: kjúklinganaggar; kjúklingurinn er fóðraður með korni, þetta gula utan á nagganum er búið til út korni og meira að segja plastið innan í kassanum er úr korni. Korn er notað í ótrúlegustu hluti, skoðið innhaldslýsingar og takið eftir "corn syrup", er í nánast öllu. Það er unnið úr korni á einhvern ótrúlegan hátt.Það er meira að segja búið að finna upp leið til að vinna korn þannig að það er notað í laxeldi. Þetta er bara smá dæmi. Korn er allsstaðar ef maður skoðar nánar og áhrifin á okkur og umhverfi okkar eru mikil.

Nauðsynleg lesning fyrir áhugasama um næringu og heilsufar almennt.

OmnivoresDilemma_med

http://www.michaelpollan.com/omnivore.php

Skrifa nánar um hana þegar ég er búin að lesa.

Hér er fyrirlestur með höfundinum (er langur en virði þess að hlusta á):


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband