Meira um hugarfar

Verð að segja ykkur aðeins meira um hugarfar. Það er ótrúlegt afl í því að tileinka sér jákvætt og hvetjandi hugarfar. Í gegnum mannshugann fara tugir þúsunda hugsana á einum degi, mig minnir um 60 þús., en frá degi til dags eru þetta að jafnaði 95% sömu hugsanirnar aftur og aftur. Dálítið mikil endurtekning það... En prófið að hlusta á ykkur sjálf - hvað er ég að segja við sjálfan mig á hverjum degi? Tileinkum okkur virka hlustun. Hvað erum við að hugsa um þegar við erum í rútínunni okkar, t.d. þegar við erum að keyra í vinnuna eða bursta tennurnar á morgnana? Erum við hvetjandi og þakklát í hugsun eða erum við alltaf að rífa okkur niður og telja okkur trú um að við séum ekki hæf. Ef hið síðara er tilfellið, þá er kominn tími til að taka til...ekki satt? Þetta á við um alla hluta lífs okkar, ekki bara líkamsrækt. Það sem við teljum okkur trú um að við séum, það er það sem við erum og verðum.

Gleðilegan sunnudag,
Addý


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vel mælt Addý mín.  Hlakka til að fylgjast með þessari síðu, fer í favorites hjá mér :)

kv.

Birna

Birna Margrét (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 18:34

2 identicon

Blessuð, ég vil bara benda á að pylsa er 3 daga að fara í gegnum meltingakerfið !!!  þú átt eftir að kvekja í mörgum hér á blogginu það er á hreinu. 

Doddi (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 17:00

3 identicon

Góður punktur... hvað er maður actually að hugsa þegar maður er á auto-pilot??

Gunnar (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 10:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband