Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
Sólarhyllingin
28.5.2008 | 11:35
Góðan daginn kæra fólk og gleðilegan miðvikudag. Hér er sýnishorn af sólarhyllingunni (e. sun salutation). Þessi rútína er til í nokkrum útgáfum og er oft notuð í upphitun í jóga, þá gerð nokkrum sinnum í röð.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Eigum við að gera smá jóga saman
26.5.2008 | 22:47
Orðið Yoga á sér uppruna í fornmáli Indverja, Sanskrit, og þýðir á ensku "union" og er táknrænt fyrir sameiningu líkama, huga og anda. Reyndar á orðið Asana betur við um það sem við köllum yoga eða jóga í daglegu tali en Asana kemur líka úr Sanskrit og þýðir að framkvæma líkamlegar stöður. Ástundun jóga hefur aukist verulega undanfarin ár, hef reyndar enga tölfræði um það...veit bara suma svona hluti, en margir halda að jóga snúist alfarið um teygjur og það að vera liðugur. Þó svo það sé að vissu leyti rétt snýst jóga í kjarnann um það að skapa jafnvægi í líkamanum í gegnum styrktar- og liðleikaæfingar. Þetta er gert með því að framkvæma þessar jógastöður/stellingar sem hafa mikla líkamlega ávinninga. Stöðurnar er síðan hægt að gera með ákveðnum hraða í ákveðinni röð og búa þannig til hita í líkamanum en það ferli er kallað vinyasa yoga. Í vinyasa yoga er einnig lagt mikið uppúr samræmi öndunar og líkamshreyfinga. Önnur áhersla er svo að gera stöðurnar hægt og leggja meira uppúr því að ná fram eins réttri/fullkomnri stöðu og hægt er til að bæta líkamsstöðu m.a.
Hér koma mjög stuttar lýsingar á helstu jógaheitum. (Auðvitað fer þetta svo alltaf eftir kennara og áherslum á hverjum og einum stað)
Hatha yoga:
Ef Hatha er notað um jógatíma er vanalega átt við tíma sem er fremur almennur og gæti hentað byrjendum ágætlega.
Vinyasa yoga:
Eins og áður sagði er Vinyasa ferlið þegar æfingar eru gerðar með nokkrum hraða til að hita líkamann, öndunaræfingar gerðar samhliða og svo í lok tímans eru gerðar góðar og djúpar teygjustöður.
Ashtanga eða Power yoga:
Ashtanga jóga er það jóga sem er mest líkamlega krefjandi(Madonna t.d. þekkt fyrir að stunda það), þ.e. styrktarlega séð. Æfingarnar eða stöðurnar eru gerðar í ákveðinni röð með krefjandi flæði/hraða. Power jóga tímar eru yfirleitt undir áhrifum af Ashtanga jóga.
Kundalini:
Mikil áhersla samræmi æfinga og öndunar með fókus á orkujöfnun.
Bikram/Hot Yoga:
Æfingar gerðar við hátt hitastig um 30 gráður og yfir til að losa um vöðvaspennu og auka svitamyndun. Talið mjög hreinsandi.(þyrfti smá svona núna..hehehe)
Þetta er svona algengasta jógað, það eru þó til mun fleiri tegundir ef þið viljið kynna ykkur betur.
Allir geta stundað jóga og rannsóknir hafa sýnt fram á mikinn ávinning fyrir t.d. fólk á besta aldri til að byrja að stunda jóga.
Mín jógareynsla er ekki mikil en mig langar til að vera duglegri að stunda jógað með hinni þjálfuninni. Ég fór á meðgöngujóganámskeið með bæði krúttin mín þegar ég var ólétt og mæli ég með henni Auði Bjarnadóttur í Lótus jógasetrinu ef þið eruð í slíkum pælingum. Síðan er hann Billi í World Class frábær líka. Ætla að kíkja í tíma hjá honum á föstudaginn - Power Yoga og segi ykkur svo hvernig gekk. Annars hvet ég ykkur eindregið til að prófa sjálf jóga
Kv. Addý
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kúluvöðvar
6.5.2008 | 19:23
This is what happens when you go too much to the gym....???
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Vonbrigði dagsins....;)
6.5.2008 | 17:34
Í tilefni af kvóti gærdagsins um það að prófa nýjungar þá verð ég að fá að blása út um eitt. Undirrituð hefur alltaf verið þekkt fyrir íhaldssemi í hinum ýmsu málefnum og þar á meðal mat, þori aldrei að prófa neitt nýtt. Borðaði t.d. eiginlega bara cherrios á uppvaxtarárunum...heheheh. Er nú reyndar búin að þroskast slatta með þetta, samt ekki svo mjög, en reyni og finnst mikilvægt að vera opin fyrir nýjungum svona almennt séð. En það gerðist dálítið merkilegt í dag....erfiðar breytingar......hehehe... Ég fór á Maður lifandi í hádeginu, eins og svo oft áður(borða sko dálítið oft þar), og viti menn, það er nýr kokkur mættur á staðinn. Og þið verðið að fyrirgefa mér en þvílík vonbrigði, elskulegi salatbarinn minn var langt undir væntingum. Og ég er hryllilega matsár og fór bara í fýlu - eða svona næstum því. Vil fá gamla kokkinn aftur, plís!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kvót dagsins
5.5.2008 | 16:31
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Viðbættur sykur í matvöru
3.5.2008 | 19:55
Morgunkorn: 30 gr skammtur.
Cheerios: 1/2 moli
Weetabix: 1/2 moli
Corn Flakes: 1 moli
Rice Crispies: 1 1/2 moli
Weetos: 3 molar
Hunangscheerios: 5 molar
Lucky Charms: 6 1/2 moli
Cocoa Puffs: 7 molar
Guldkorn: 7 molar
Mjólkurvörur: 1 dós í skammti
Léttmjólk: enginn
Skólajógúrt: 5 molar
Engjaþykkni: 5 molar
Kókómjólk: 5 1/2 moli
Óskajógúrt: 7 molar
Létt drykkjarjógúrt m. jarðab.: 10 molar
Jarðaberjaskyrdrykkur: 12 molar
Ávaxtasafar:
Trópí 1 lítil ferna: enginn
Floridana: enginn
Svali 1 lítil ferna: 9 molar
Tommi og Jenni, appelsínu, 1 lítil ferna: 12 molar
Gosdrykkir:
Kók og aðrir sykraðir gosdrykkir, 1/2 líter: 25 molar
Kók og aðrir sykraðir gosdrykkir, 2 lítrar: 100 molar
Knús og gleðilegan laugardag
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)