Færsluflokkur: Lífstíll

Maður Lifandi

Kæru vinir,

1. des síðastliðinn tók ég við starfi framkvæmdastjóra Maður Lifandi. Undir Maður Lifandi heyrir:

Maður lifandi í Borgartúni, verslun, matstofa og fræðslusetur.
Maður Lifandi í Hæðarsmára, verslun og matstofa.
Maður Lifandi í Hafnarborg, Hafnarfirði, matstofa og lítil verslun.
Grænn Kostur á Skólavörðustíg.

Þetta er spennandi og ögrandi verkefni. Á nýju ári verðum við með nýjungar á sviði fræðslu og námskeiða í heilbrigðum lífstíl og bættu hugarfari. Fylgist þið með okkur á heimasíðu Maður lifandi (www. madurlifandi.is)

kveðja, Arndís


KJÖT - ofneysla og offramleiðsla

Það er kjúklingur í matinn í kvöld. Nammi namm, en hvernig kjúklingur? Við framleiðslu kjúklings í Bandaríkjunum tekur það 4 mánuði að búa til fullvaxta kjúkling - ferlinu er flýtt með sterum og hormónum sem þýðir að fætur kjúklinganna brotna undan þeim. Mjaðmaliðir þeirra eru ekki þroskaðir til að bera stærð vöðvanna. Geðveiki er algeng meðal fuglanna og þeir eru látnir sitja svo þétt saman að nauðsynlegt er að höggva af þeim gogginn svo þeir goggi ekki sár á hvorn annan.... þetta er einungis brot af þvi hvernig meðferð fuglanna er. Ég hvet ykkur til að vera meðvituð um hvaða framleiðslu þið eruð að styðja og hvaða mat erum við að láta ofan í okkur og börnin okkar.

Þetta myndband lýsir vel hvernig þróun á kjöti hefur algjörlega farið fram úr sér á síðustu áratugum: http://www.themeatrix1.com/ stutt og sniðugt myndband - hvet ykkur til að skoða.


Með sól í hjarta

sun1copy15Ég fór á frábært námskeið hjá Maríu Ellingsen í framsögn um daginn. Hún leiðbeindi okkur meðal annars um handaband, göngulag og framkomu almennt. Mig langar að deila einu ráði með ykkur: prófið að ganga um og ímynda ykkur að þið gangið með sól í hjartanu. Mjög einfalt og virkarSmile 


Leyndarmálin

Hér eru nokkur "leyndarmál" sem þú getur tileinkað þér í átt að meiri sjálfsstjórn og árangurs. Þetta er úr öllum áttum, sumt á betur við aðra þar sem annað á betur við suma. Vona að þetta nýtist ykkur í vinnu í sjálfum ykkur.

1.Sofðu minna - Flestum dugar 6 tíma svefn. Vaknaðu kl. 6 á morgnanna og vertu komin 1-2 tímum á fætur á undan öðrum.

2. Notaðu tímann til að vinna í sjálfum þér, meta sjálfan þig og hreyfa þig. Hvað sem ræktar sál þína og líkama. Hugmyndir: Göngutúr, hjólatúr, sund, vera í náttúrunni, fylgjast með náttúrunni, lesa, skrifa, hlusta á hljóðbók, sjáðu sólina rísa.

3.Ekki láta litlu málin skyggja á málin sem skipta mestu máli - Tímastjórnun er lífsstjórnun, varðveittu tímann þinn og notaðu hann í réttu málin. Spyrðu þig regulega: Er tíma mínum vel varið?

4. Skipulegðu vikuna á sunnudagskvöldi - Taktu frá tíma, 1/2 til 1 klst á hverju sunnudagskvöldi og sjáðu fyrir þér vikuna. Sjáðu fyrir þér hverja þú átt að hitta, sjáðu fyrir þér samtölin og hvaða árangri þú ætlar að ná. Sjáðu fyrir þér verkefni vikunnar og hver óska útkoma þín er.

5. Hafðu ávallt minnisbók við höndina - Fáðu þér litla minnisbók sem fer vel í hendi. Ekki verra ef hún passar vel í vasann þannig að þú getir alltaf verið með hana. Notaðu án takmarkana eða hamla. Skrifaðu, krotaðu, teiknaðu allt sem þú hugsar eða dettur í hug. Ekki reyna að skipuleggja hana,
henni er ætlað að halda utan um storminn í hausnum á þér.

6. Leggðu mat á vikuna á föstudagseftirmiðdegi - Að loknum vinnudegi á föstudegi, farðu yfir árangur vikunnar. Gefðu þér klapp á bakið fyrir árangur vikunnar og vertu þakklátur fyrir að hafa komist í gegnum hana heilu höldnu. Skrifaðu niður þann árangur sem þú náðir. Skrifaðu einnig niður hvað þú getur gert betur.

7. Vertu jákvæð/ur - Vertu jákvæður við aðra og sjálfan þig. Það skiptir jafnvel meira máli hvernig þú talar við sjálfan þig en hvernig þú talar við aðra. Því við tölum við aðra eins og við tölum við sjálfan okkur.

8. Tilgangurinn helgar meðalið - Eins og það er mikilvægt að hugsa um útkomu og afrakstur verkefna þinna, þá er líka mikilvægt að njóta ferlisins. Njóttu þess að vinna verkefnin.

9. Hlæðu - Finndu hvert tækifæri til að hlæja og hafa gaman. Tileinkaðu þér fyndni. Hlátur er talinn vera róandi og slakar á líkamanum.

10. Það sem þú átt/hefur - Skrifaðu niður allt sem þú átt eða hefur í þessu lífi. Ekki hætta fyrr en þú ert komin með í það minnsta 50 atriði. Þetta er það sem þú getur verið þakklátur fyrir.

11. Þjálfaðu viljastyrkinn - Leggðu þig fram við að halda einbeitingu. Viljastyrkurinn er eins og vöðvi, fyrst þarftu að þjálfa hann, svo þarftu að reyna á hann, ögra honum. Notaðu hann í samskiptum við aðra, haltu aftur að þér, hlustaðu 60-70% og talaðu 30-40%.


Eplapie - nammidags!

125 gr. smjör

125 gr. hrásykur

1 egg

125 gr. spelt

2 tsk. vínsteinslyftiduft

2-3 epli

1/2 dl. rúsínur

kanill og hrásykur

Þeyta hrásykur og egg saman, bætið út í smjöri og blandið vel, síðan spelti og lyftidufti, síðast rúsínum (má sleppa). Deigið sett í mót og eplin skorin í litla bita, kanilskykri stráð yfir.  Bakað í 30 mín. við 175-200 gráður. Borið fram með þeyttum rjóma eða vanilluís.


Honey granola - heimatilbúið múslí

Fór í morgunmat til góðrar vinkonu um daginn og hún gaf mér gríska jógúrt sem hún lét smá hunang leka yfir og svo þetta heimatilbúna múslí og namm hvað þetta var gottSmile


400 gr Haframjöl
125 gr Heilar möndlur
100 gr Sólblómafræ
100 gr Graskersfræ
50 gr Sesame fræ
125 gr Sólblómafræ
250 gr Hunag
Vanillu dropar
Kanilduft
Salt
Handfylli af þurrkuðum ávöxtum, t.d. rúsínur, döðlur, trönuber - epli líka góð!

Hitið ofnin í 160gr

Setjið í skál, haframjöl, möndlur og fræin

Settu olíuna, hunang, vanillu, salt og kanil ásamt 125gr vatni í pott. Látið suðu koma upp og hrærið stöðugt í - hellið yfir hráefnin í skálinni og hrærið vel saman!

Setjið í ofnskúffu og í ofninn í ca 1 klst - lækkið þá hitann í 140gr og bakið í aðra klst. Slökkvið á ofninum og hafið inni yfir nótt.

Meðan að kveikt er á ofninum þarf að hræra öðru hvoru í blöndunni. Þurrkuðu ávextirnir eru settir út í eftir ofnbökun. Má minnka hunang ef þið viljið.

Verði ykkur að góðu!


Þessi er næst á listanum hjá mér

Hef heyrt mjög margt áhugavert og gott um þessa bók.  

Hvaðan kemur maturinn sem við erum að borða? Hefur víst eitthvað að gera með korn. já korn! Dæmi: kjúklinganaggar; kjúklingurinn er fóðraður með korni, þetta gula utan á nagganum er búið til út korni og meira að segja plastið innan í kassanum er úr korni. Korn er notað í ótrúlegustu hluti, skoðið innhaldslýsingar og takið eftir "corn syrup", er í nánast öllu. Það er unnið úr korni á einhvern ótrúlegan hátt.Það er meira að segja búið að finna upp leið til að vinna korn þannig að það er notað í laxeldi. Þetta er bara smá dæmi. Korn er allsstaðar ef maður skoðar nánar og áhrifin á okkur og umhverfi okkar eru mikil.

Nauðsynleg lesning fyrir áhugasama um næringu og heilsufar almennt.

OmnivoresDilemma_med

http://www.michaelpollan.com/omnivore.php

Skrifa nánar um hana þegar ég er búin að lesa.

Hér er fyrirlestur með höfundinum (er langur en virði þess að hlusta á):


8 atriði sem ég hefði viljað vita fyrr í lífinu

1. Treystu innsæi þínu - alltaf. Svo margt sem við gerum í lífi okkar, sérstaklega á yngri árum, er til þess að uppfylla þörf okkar að tilheyra samfélagi. Þörfin fyrir að fá samþykki og tilheyra er mjög sterk. Við erum ótrúleg í hjarðhegðuninni....Hver kannast ekki við að hafa valið ákveðinn menntaskóla út af vinunum eða keypt sér sömu gallabuxur og hinir. Með aldrinum kynnist maður sjálfum sér betur og það hjálpar manni að vita hvað maður raunverulega vill.

2. Njóta augnabliksins, njóta ferðarinnar í staðinn fyrir að hugsa alltaf um áfangastaðinn. Við erum alltof oft að bíða eftir einhverju, bíða eftir að klára skólann, bíða eftir að komi áramót, bíða eftir að við séum tilbúin. Hættu að bíða og njótum augnabliksins. 

3. Lífið er ekki svart-hvítt. Það eru mörg grá svæði, sérstaklega þegar kemur að fólki og mannlegum aðstæðum. Sem barn og unglingur hafði ég tilhneigingu til að flokka, og í sumum tilfellum dæma, hlutina og aðstæður. Ég sé það núna, sá það ekki þá. Með tímanum lærir maður að sjá stærri myndina og taka lífinu með æðruleysi.

4. Tíminn er það dýrmætasta sem við eigum og við verðum að nota hann vel. Tíminn sem fer í sjónvarpsgláp er mikil t.d. alveg rosaleg sóun. Svo líður tíminn alltaf hraðar og hraðar eftir því sem maður eldist og þroskast. Mikilvægt er að nota tímann með sínum nánustu því lífið er svo fljott að breytast og líða. Sem dæmi finnst mér ótrúlegt að næsta haust á ég tvö börn í skóla...því það virðist vera ótrúlega stutt síðan þau voru bæði á bleyjuWink.

5. Passaðu peningana þína og hættu að eyða í óþarfa drasl. Jú pabbi sagði þetta mjög oft við mig en sjaldan virðist góð vísa of oft kveðin. Við getum komist af með miklu minna en við almennt gerum og það er ótrúlega margt sem ég hef keypt í gegnum tíðina sem endaði í geymslunni eða ruslafötunni. Þeir sem eiga minna hafa minni áhyggjur (skv. Dalai Lama). En sem sagt: leggðu mikið uppúr því að vera fjárhagslega frjáls og óháður öðrum.

6. Lífið er stöðugur lærdómur, hættum aldrei að meðtaka nýja visku. Þeir sem loka fyrir nýjungar og breytingar almennt fara á mis við mikið. Lífið er í eðli sínu alltaf að breytast og þróast. Verum dugleg að lesa og mynda okkur eigin leiðir til að öðlast skilning og visku. Mér finnst líka mikilvægt að vera opin fyrir ólíkum skoðunum ólíks fólks, það hafa allir ástæðu fyrir sinni skoðun á hlutunum.

7. Það sleppur enginn við að rækta líkama og sál. Ef þú ert að vanrækja þann hluta lífs þíns, byrjaðu þá strax á morgun. Góð heilsa er undirstaða alls. Svo náttúrulega minnkar brennslan með aldrinum eins og ég veit ekki hvað. FitupúkinnDevil kemur alltaf í bakið á manni ef maður hættir að vanda sig í mataræðinu og gleymir að hreyfa sig. Hreyfing er líka eina raunverulega mótefnið við hrörnun líkamans.

8. Virða og HLUSTA á foreldra sína. Þau eru búin að fara í gegnum þetta allt og þó samfélagið sé breytt að einhverju leyti eru þarfir og hugsanir fólks alveg nákvæmlega eins.


Sjálfið

Beach

Að virða og rækta líkamlegt ástand sitt er í raun útvíkkun á því að virða og rækta innra sjálfið. Sú ríka tenging sem er milli líkama og sálar er órjúfanleg. Í starfi mínu sem þjálfari hef ég oft orðið vitni af þvi að líkamsrækt getur orðið eins konar vakning á andlegum þáttum í lífi manneskju og öfugt.

Samband okkar við jörðina og náttúruna er líka hluti af þessu ferli. Það hvernig við getum nærst af jörðinni og afurðum hennar er í raun grundvöllur lífskrafts mannsskepnunnar. Ef við vanvirðum líkama okkar með lélegri fæðu (líkamleg eða hugarfarsleg) svarar líkami okkar með alls kyns kvillum. Ef við gleymum að hlusta og skynja þá missum við tenginguna og þá erum við síður líkleg til að finna hið nauðsynlega jafnvægi sem þarf til að finna fyrir orku jarðar og orku sjálfsins.

Það að komast í tengingu við sína eigin orku, sjálfið, og skilja að sama ljós skín innra með okkur öllum er andleg uppljóstrun sem getur einungis skilað okkur meiri lífsfyllingu.

Gleðilegan sunnudag!


Kíkt í eldhússkápana

grænmeti 

Í nýjasta tölublaði Vikunnar er viðtal við mig þar sem ég kíki í eldhúsið hjá kærri vinkonu. Þar bendi ég henni á það hvað er óæskilegt þegar kemur að heilbrigðu og hollu mataræði og kem með tillögur af betri kostum. Endilega nælið ykkur í eintak og látið mig vita hvað ykkur finnstSmile

Einnig ef þið hafið áhuga á að ég kíki í skápana heima hjá ykkur þá býð ég uppá slíka þjónustu. Það sem kemur ekki fram í greininni í Vikunni eru þær einstaka tillögur að vörum sem ég mæli með - út af auglýsingafaktornum. Þannig býð ég upp mun ítarlegri og nákvæmari leiðbeiningar sem eru sérsniðnar að ykkar þörfum. Fáar litlar en skýrar breytingar geta breytt mjög mikluWink

Kveðja, Addý


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband