Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Nokkrir punktar um hvatningu

Ég hef áður talað um það hversu mikilvægt það er fyrir einstaklinga að tileinka sér rétta hugarfarið og ná stjórn á hugsunum sínum. Við getum haft áhrif en yfirleitt aldrei haft fulla stjórn á ytri aðstæðum í lífi okkar en innra lífið er eign hvers og eins og eitthvað sem við þurfum að varðveita og hlúa að á hverjum degi. Ef við leyfum huga okkar að ráfa endalaust og stjórnlaust erum við að sóa tíma okkar í hugsanir sem skila okkur engu, því þurfum við markvisst að einbeita okkur að því að hugsa uppbyggjandi og um það sem við raunverulega viljum með líf okkar. t.d. er ekki sniðugt að hugsa mikið um það sem við viljum ekki að gerist... o.s.frv. En hluti af þessu er að læra að hvetja sjálfan sig á réttan hátt. Fólk er með mjög mismunandi leiðir að þessu, en hér koma nokkrir gagnlegir punktar:

- Setjum okkur meginmarkmið sem innihalda minni markmið. Finnum svo bestu leiðina og rétta tímann til að ná markmiðinu. Setjið upp plan, skrifið það niður og útfærið. Planið þarf að innihalda minni undirmarkmið og vera hvetjandi þannig að þegar við náum minni markmiðunum sjáum við okkur nær og nær þessum stærri. Hafðu skilgreindann mælikvarða og sjáðu fyrir þér heildarútkomuna.

- Klárum þau verkefni sem við byrjum á. Það er mjög mikilvægt að klára þau verkefni sem við byrjum á, sérstaklega þau sem við höfum ráðist út í af sjálfsdáðum og eigin vilja.

- Njótum félagsskapar af fólki með svipuð áhugasvið/markmið. Þetta kemur mjög sterkt inn í ræktinni...það er ekkert meira hvetjandi en góður æfingafélagi. Fólkið sem við umgöngumst hefur sterk áhrif á okkur og því mikilvægt að velja rétta fólkið;)

- Notum sjálfstæða þekkingarleit. Ekki treysta of mikið á annað fólk í þekkingarleit okkar. Finnum okkar eigin leiðir til að mynda þekkingu um hlutina. Síðan verður ákveðin keðjuverkun því þegar við vitum meira um eitthvað myndast þörfin til að vita ennþá meira.

- Þorum að stíga skrefið og taka áhættur þegar innsæið gefur rétta merkið.

Takk fyrir lesturinn, þú ert frábærSmileSmile


Toppurinn á tilverunni

Ég gekk á Esjuna í kvöld, gengum upp að steini. Þetta er hreint út sagt frábært:) Mæli með þessu við alla þá sem ekki hafa prófað (og auðvitað hina líka) . Mikil áreynsla og geggjaður sviti í bland við útveru og spjall með góðum vini. Sjö flugur í einu höggi - snilld! Þetta er hörkupúl, fer reyndar eftir því hversu hratt maður fer en við spýttuðum vel í þannig það sveið í lungu og læriWink Það var líka svo mikil blíða í kvöld og algjör stilla. Einungis mánuður i hnjúkinn því ekkert annað að gera en vera dugleg að æfa sig.


Maraþon í ágúst og hnjúkurinn í maí

Mikið var gaman að vakna í morgun í birtu og sól og finna að vorið er á næsta leiti. Það er eitthvað svo miklu eðlilegra að vakna í birtu heldur en þessari ofur-dimmu og svartnætti sem einkennir íslenska veturinn. Veit stundum ekki alveg hvernig við sættum okkur við þetta...
Það færist yfir mann alveg ný orka og bjartsýni þegar manni verður allt í einu heitt inn um gluggann þegar sólin skín á mann - því það er auðvitað ennþá skítakuldi úti en frábært gluggaveður.

En vorið er líka tíminn sem við færum þjálfunina okkar oft út úr líkamsræktarstöðinni og út í náttúruna. Þá er tilvalið að taka ákvörðun núna um að fara í einhverja langa göngu eða taka þátt í einhvers konar líkamsræktarútiveru. Það hvetur mann til þess að byrja að æfa sig fyrir stóra daginn. Ég ætla að ganga á Hvannadalshnjúk núna í maí og er mikið spennt fyrir því. Samt dálítið kvíðin líka en fer með þeim allra traustasta Haraldi Erni og fríðum hópi vinkvenna minna. Við erum nú þegar byrjaðar að ganga á esjuna til að æfa fyrir labbið mikla og það er bara frábært, mikið stuð.

Svo er það auðvitað hálfmaraþon aftur í ágúst. Nú á sko að bæta tímann og markmiðið er sett hátt. Ég hljóp í fyrra og við Ágústa á ca. 1klst og 53 mín. og við ætlum að bæta þetta verulega núna - jafnvel taka bara 1. sætið á þetta...hehehe. 

Jæja drífa sig núna út að hlaupaTounge

bæjó, Addý


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband