Maraþon í ágúst og hnjúkurinn í maí

Mikið var gaman að vakna í morgun í birtu og sól og finna að vorið er á næsta leiti. Það er eitthvað svo miklu eðlilegra að vakna í birtu heldur en þessari ofur-dimmu og svartnætti sem einkennir íslenska veturinn. Veit stundum ekki alveg hvernig við sættum okkur við þetta...
Það færist yfir mann alveg ný orka og bjartsýni þegar manni verður allt í einu heitt inn um gluggann þegar sólin skín á mann - því það er auðvitað ennþá skítakuldi úti en frábært gluggaveður.

En vorið er líka tíminn sem við færum þjálfunina okkar oft út úr líkamsræktarstöðinni og út í náttúruna. Þá er tilvalið að taka ákvörðun núna um að fara í einhverja langa göngu eða taka þátt í einhvers konar líkamsræktarútiveru. Það hvetur mann til þess að byrja að æfa sig fyrir stóra daginn. Ég ætla að ganga á Hvannadalshnjúk núna í maí og er mikið spennt fyrir því. Samt dálítið kvíðin líka en fer með þeim allra traustasta Haraldi Erni og fríðum hópi vinkvenna minna. Við erum nú þegar byrjaðar að ganga á esjuna til að æfa fyrir labbið mikla og það er bara frábært, mikið stuð.

Svo er það auðvitað hálfmaraþon aftur í ágúst. Nú á sko að bæta tímann og markmiðið er sett hátt. Ég hljóp í fyrra og við Ágústa á ca. 1klst og 53 mín. og við ætlum að bæta þetta verulega núna - jafnvel taka bara 1. sætið á þetta...hehehe. 

Jæja drífa sig núna út að hlaupaTounge

bæjó, Addý


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband