Honey granola - heimatilbúið múslí

Fór í morgunmat til góðrar vinkonu um daginn og hún gaf mér gríska jógúrt sem hún lét smá hunang leka yfir og svo þetta heimatilbúna múslí og namm hvað þetta var gottSmile


400 gr Haframjöl
125 gr Heilar möndlur
100 gr Sólblómafræ
100 gr Graskersfræ
50 gr Sesame fræ
125 gr Sólblómafræ
250 gr Hunag
Vanillu dropar
Kanilduft
Salt
Handfylli af þurrkuðum ávöxtum, t.d. rúsínur, döðlur, trönuber - epli líka góð!

Hitið ofnin í 160gr

Setjið í skál, haframjöl, möndlur og fræin

Settu olíuna, hunang, vanillu, salt og kanil ásamt 125gr vatni í pott. Látið suðu koma upp og hrærið stöðugt í - hellið yfir hráefnin í skálinni og hrærið vel saman!

Setjið í ofnskúffu og í ofninn í ca 1 klst - lækkið þá hitann í 140gr og bakið í aðra klst. Slökkvið á ofninum og hafið inni yfir nótt.

Meðan að kveikt er á ofninum þarf að hræra öðru hvoru í blöndunni. Þurrkuðu ávextirnir eru settir út í eftir ofnbökun. Má minnka hunang ef þið viljið.

Verði ykkur að góðu!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband