Tími og virði menntunar

Menntun er grundvöllur siðmenntaðs þjóðfélags eins og okkar en síðustu mánuðir hafa fengið mig til að hugsa mikið um þann tíma sem við eyðum af ævi okkar í skóla - sem hefur lengst mjög síðustu áratugi. Getum við nýtt þennan tíma betur og getur verið að við þurfum að finna nýjar og betri leiðir í menntakerfinu til að skila samfélaginu hæfari einstaklingum.  Eru skólakerfi hins vestræna heims of einhæf og kerfisbundin....ég er bara að pæla.... maðurinn hefur þann furðulega eiginleika að trúa í einfeldni sinni samtíma sannleika eins og að jörðin sé flöt eða að kók sé magalyf eða að lánastarfssemi geti verið aðalgrein í atvinnuvegi og undirstöðum þjóðfélags. Við trúum því sem að okkur er haft.  

Samkvæmt nýjustu tölum eru tæplega 50 þús framhaldsskóla- og háskólanemendur  á Íslandi í dag. Hvað finnst ykkur um þann fjölda? Það er auðvitað frábært að við búum við slíkan munað að geta menntað okkur, en við þurfum að nýta tímann vel og hætta aldrei að líta gagnrýnum augum á hlutina.

Hér er myndbrot um svipaðar pælingar:


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þessi spurning verður alltaf að vera á vörum okkar og það fæst aldrei endanlegt loka svar við henni. Lífgildi heimsins eru að breytast svo mikið núna að við höfum alls ekki við að með taka.

Er mikilvægi friðar til dæmis kennt í skólum, mikilvægi þess að allir jarðarbúar hafi að borða. Mikilvægi þess að hagkerfi heimsins vinni meira saman. Þetta kom bara í hugann.

Nýtt lýðveldi  - skrifa undir áskorun  HÉR 

Hólmfríður Bjarnadóttir, 19.2.2009 kl. 15:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband