Nýtt hugarfar á nýjum tímum

Það er eflaust rétt um mörg okkar að við höfum notað peninga og veraldleg gæði til að meta árangur og gæði lífs okkar nú til dags. Í mismiklu mæli en við höfum öll fundið fyrir því að ákveðið hugarfar sem einkenndi þjóðfélag okkar síðustu ár er ekki það heilbrigðasta. Ný-yfirstaðnir atburðir í vestrænu samfélagi hafa fengið okkur til að hugsa og það er einungis eitt sem við getum öll gert og það er að læra af þessu öllu saman. Ég gæti notað þessa blogg-síðu til pólitískrar umræðu, trúiði mér, hef mjög sterkar skoðanir á hlutunum og set mig vel inní mál en ég tel líka mikilvægt að einstaklingar styrkji sig til að styrkja heildina og vil því frekar nota þennan vettvang til að fjalla um sjálfstyrkingu. Hvað getum við gert til að missa ekki sjálfstraustið og komast yfir þá reiði og sorg sem við þurfum mörg að glíma við á þessum tímum. Hér koma nokkur atriði sem ég tel mikilvægt að hafa í huga:

1. Tileinkum okkur þakklæti. Við höfum það ótrúlega gott hér á Íslandi og flest okkar hafa mjög margt til að vera þakklát fyrir. Ef við tölum bara um efnislega þætti, þá má nefna sem dæmi að ef þú er ekki með banvænan sjúkdóm, hefur fengið góða máltíð í dag og átt þak yfir höfuðið, þá erum við að tala um að þú hefur það betra en 70% af umheiminum. Og...ef þú ert að lesa þetta úr tölvu heima hjá þér, þá hefur þú það betra en 90% af öllu fólki á þessari jörð.

2. Hvenær er nóg NÓG? Setjum okkur mörk með efnislega hluti, sá sem vill alltaf meira og meira verður aldrei ánægður með það sem hann hefur.

3. Tileinkum okkur að gefa og njóta hluta sem of oft eru taldir sjálfsagðir. Það er alveg ljóst að peningar og auðæfi tapast. En bros, kærleikur, ást, heiðarleiki, vinátta, hrós, gleði og þið vitið hvað ég meina, eru ómetanlegur fjársjóður.

4. Litum inná við og ræktum okkur sjálf, bæði andlega og líkamlega. Gefum okkur tíma til að draga lærdóm og hugsa hlutina til enda. Alltaf má gott bæta og ég er viss um að þegar allt kemur til alls, verðum við sterkari. Já og ekki gleyma að andaSmile

5. Lifum í núinu. Það mun alltaf vera óvissa, það var alveg jafnmikil óvissa fyrir 2 mánuðum síðan og það er nú. Við vorum bara ekki meðvituð um þessa óvissu. Takið eftir því hvað hugsanir verða miklu meira skapandi á svona tímum. Hver dagur býður uppá ný tækifæri og það er svolítið spennandi ef maður lítur þannig á það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður pistill hjá þér Addý mín og heldur betur mikið til í þessu sem þú segir.

knús

Sigrún

Sigrún (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 15:59

2 identicon

So true!

Kv. Álftamýrin

Camilla Ósk Hákonardóttir (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 17:05

3 identicon

Yndisleg færsla

Svala Breiðfjörð Hauksdóttir (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 19:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband