Ég hef ekki tíma...
8.8.2008 | 08:52
Lang-algengasta ástæða þess að fólk stundar ekki líkamsrækt er sú að hafa ekki tíma. Þetta er rugl, við höfum öll tíma til þess að gera það sem við ætlum okkur. Við verðum fyrst og fremst að vilja það. Taktu ákvörðun um að verja tíma þínum í að rækta sjálfan þig og heilsu þína, það skiptir miklu máli. Tíminn er okkar verðmætasta eign og við eigum nægan tíma ef við förum vel með hann. Tíminn verður heldur aldrei tekinn aftur og við getum ekki safnað honum eins og brigðum yfir tíma. Allir fá jafn marga klukkutíma í hverjum degi. Tíminn er líka forsenda þess að eiga innileg og ástrík tengsl við annað fólk, þá sem okkur þykir vænt um. Tíminn er í raun dýrmætari en nokkuð annað.
Hugsaðu vandlega um það hvernig þú verð þínum dýrmæta tíma. Sú ákvörðun er líklega ein sú stærsta sem þú tekur.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.