Grænmetismarkaðurinn

Hún Krissa yndislega nágrannavinkona mín bauð okkur fjölskyldunni í grænmetissúpu í kvöld, hún fór á grænmetismarkaðinn í mosfellsdal og keypti ferskasta grænmeti í bænum og gerði þessa yndislegu súpu f. okkur og hún var algjört lostæti. Þeir voru að opna markaðinn í þessari viku með nýrri uppskeru, algjörlega nauðsynlegt að kíkja þangað og næla sér í nokkra kálhausa, ég tala nú ekki um þegar gulræturnar koma, þær eru sælgæti.

Ég er líka mjög heilluð af þeirri hugmynd að kaupa matvæli beint af ræktendum, það er svo vistvænt og ætti að vera ódýrara. Fyrir utan að manni svíður mikið undan buddunni í matvöruverslunum þessa dagana, þá er eitthvað óþægilegt sem fylgir því að vera alltaf að styrkja sama fólkið með matarinnkaupum sínum, eins og við neyðumst til að gera hérna á Íslandi í semi-einokunninni sem við búum við. Svo er þetta bara miklu ferskara.

Sjáumst á markaðinum!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kári Harðarson

Ég hafði aldrei hugsað um það þannig, að ég ætti að dreifa auðnum á ríka fólkið með því að versla ekki alltaf í sömu búðinni !

Það er ekki skrýtið að þeir ríku skuli verða ríkari þegar þeir taka 30% skatt af öllum matarinnkaupum fjölskylda á landinu.  Kirkjan tók bara tíund og hún hafði það ágætt, takk fyrir.

Kári Harðarson, 11.8.2008 kl. 10:17

2 Smámynd: Arndís Thorarensen

Jú er þá ekki sniðugt að versla beint af "minna ríkum" bóndanum án allra fluttningsgjalda og umbúða - beint úr moldinni, ef svo má að orði komast. Ég ætla að spá því að kaupmaðurinn á horninu fari að rísa aftur upp frá dauðum fljótlega, amk vona ég það!

Arndís Thorarensen, 12.8.2008 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband