Þorskurinn stendur alltaf fyrir sínu

Hér kemur ein rosalega góð uppskrift af þorski ef þið viljið vera dáldið djörf og prófa:

4 ca. 170 gr þorskstykki
2 msk. af mjög mjúku tofu (silken tofu)
4 msk af graslauk (niðurskornum)
1 tsk piparrót
1 stk sítróna, nota bæði safann og raspa hýði
Maldon salt og pipar
1/2 bolli af mjög fínt niðurskornum kasjúhnetum

Mixið tofu, graslauk, piparrót, sítrónu og kryddi í skál og kryddið. Leggið fiskflök í eldfast mót og setjið mixið jafnt ofaná. Stráið svo hnetum yfir. Bakið í 18-20 mínútur á 200 gráðum (svona þangað til fiskur er tilbúinn og húðin er orðin fallega brún)

Gott með hýðishrísgrjónum(mér finnst þessi stuttu best), mjög sniðugt að eiga hrísgrjónapott því þá þarf maður ekkert að hugsa um grjónin meðan þau eldast. Og svo auðvitað eitthvað ferskt salat með.

Kveðjur úr eldhúsinuSmile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Júlía

Vá æði...ég ætla að vera djörf(djarfari) og prófa þessa uppskrift! Flott síðan þín! Langaði annars bara að kasta á þig kveðju..

Sjáumst í ræktinni :)

Kkv. Ester

Ester Júlía, 6.8.2008 kl. 22:25

2 Smámynd: Arndís Thorarensen

Alveg nauðsynlegt að vera smá djarfur stundum Takk f kveðjuna sæta

Arndís Thorarensen, 6.8.2008 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband