Hnjúkurinn - útbúnaður
28.4.2008 | 20:00
Jæja nú líður að hnjúkferðinni hjá okkur, 10 maí. Þetta verður frábær ferð, er orðin mjög spennt að fara (bara pínku kvíðin) . Esjan yndislega hefur komið sterk inn í undirbúningi og við skemmt okkur vel að undirbúa. Hér er listi um það sem við þurfum að hafa með okkur:
Hlý föt
Bakpoki
Góð sólgleraugu eða skíðagleraugu
Sólarvörn og varasalvi/sólvörn fyrir varir
Matur og drykkur - nesti
Göngustafir
Klifurbelti
Ísexi
Mannbrodda
Nánar um fatnað:
-Líkami: ullarnærföt (thermal) + flís eða ullarpeysa + flís/dún/ullar jakki + vatns- og vindheldan jakka.
-Fótleggir: fjallgöngubuxur, þunnar ullarbuxur(thermal) + vatns- og vindheldar utanyfirbuxur.
-Fætur: Fjöllgöngursokkar eða ullarsokkar + aukasokkar + góða gönguskó.
-Hendur: Vatns- og vindhelda lúffur + Þunna undirvettlinga/aukavettlinga.
-Höfuð: Ullar/flís húfu + hetta á vindjakka.
-Andlit: Skíðagríma/lambhúshetta/trefill.
Nánar um bakpoka: Best að hann sé 30-40 ltr. Í honum þarf að geyma mat og drykk, klifurbelti, föt sem við förum úr ef okkur er heitt. (Setjið það sem má ekki blotna í litla plastpoka). Ísexi og mannbroddar eru festir í bakpokann.
Nánar um nesti: Lágmark 3 ltr. af drykkjum (2 ltr. vatni eða sérstökum orkudrykkjum + brúsi af heitu vatni fyrir heitt kakó). Nauðsynlegt að hafa nóg drykkjarfang en þó ekki of mikið. Reglulegt snarl er betra en stórar máltíðir. Dæmi: 2 samlokur, epli/banani, kexpakki, blanda af hnetum, þurrkuðum ávöxtum og súkkulaði. (Aðeins um orkudrykki, passið að drekka ekki drykki sem þurrka líkamann t.d. koffeinríkir drykkir. Veljið orkudrykki sem bæta vökvatap. Hér er linkur á einn drykk sem mælt er með : http://www.hreysti.is/?item=182&v=item )
Athugasemdir
Mæli með noskri ull fæst í Janus á Barónsstíg 3 , frábær búð með topp vöru á frábæru verði,
Góða ferð
bestu kveðjur
Ragnheiður
Ragnheiður Elín (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 21:40
Ok, gott að vita takk Ragnheiður.
Knús Addý
Arndís Thorarensen, 29.4.2008 kl. 10:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.