Það fraus ekki í nótt ...úpps
24.4.2008 | 13:32
Gleðilegt sumar allir Þetta sumar verður hrikalega skemmtilegt á alla vegu hef ég grun um en úpps... það fraus ekki saman vetur og sumar í nótt sem þýðir við þurfum að hlaupa mikið í regngallanum í sumar eða hvað?? Ef hjátrúnni er að trúa a.m.k.... Reyndar er allt skárra en vindurinn þegar kemur að útihlaupum. Arrrrrg...
Hlýnun jarðar er þó eitthvað sem við höfum orðið vör við hérna sem njótum íslenska sumarsins á síðustu árum. Og eins kjánalegt og það er þá verður að viðurkennast að hlýrra veður væri ákjósanlegt hér á þessu frábæra landi. En nú segja fræðimenn að þessi hlýnun muni mest skila sér í aukinni úrkomu hérna á norðurhveli jarðar á næstu árum, frekar mikil vonbrigði það, æi vonandi hafa þeir rangt fyrir sér. Var kannski barnalegt að trúa því að þessi sorglega þróun myndi hafa eitthvað jákvætt í för með sér, ja svona tímabundið....má alltaf reyna... Ég trúi alla veganna á sólina er nauðsynleg fyrir útilegurnar.
En njótið dagsins öll, tilvalið að nota frídaginn í hjólatúr, fjallgöngu eða einhverja smart hreyfingu með fjölskyldunni.
Bæjó, Addý
And remember, no matter where you go, there you are.Confucius
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.