Interval þjálfun

Ef þið eruð að þjálfa ykkur fyrir maraþon eða langhlaup í sumar þá er mjög gott að blanda saman langhlaupaæfingum og intervalþjálfun (í. skorpuþjálfun). Hér kemur dæmi um interval æfingu fyrir ykkur sem miðar við manneskju í ágætisþjálfun (auðvitað háð kyni, aldri og formi):

5x400m "sprettir" í 80% áreynslu, annað hvort á bretti eða úti. Þá er hvílt á milli sprettanna í ca. jafnlangan tíma og hver sprettur er. Með hvíld er átt við hlaup á þægilegum hraða skokkhraða - eða röskri göngu eftir því hvernig formi þið eruð í. Gott viðmið er að klára hvern sprett á undir 2 mínútum, aftur háð formi. Heildartími æfingar er þá 20 mínútur. Við þetta bætist svo upphitun og létt skokk í restina til að kæla sig niður.

Þá er einnig hægt að leika sér með þessa spretti og hlaupa í halla á aðeins minni hraða. Ef þið eruð á bretti þá setja í 4-6% halla í hverjum spretti.

Af minni langhlaupaþjálfun þá var þessi helgi frábær. Föstudagskvöld var interval æfing, í gær laugardag fórum við Esjuna - 50 mínútur tæpar á leiðinni upp og svo 12 km hlaup í dag sunnudag. Góð afslöppunarhelgi sem sagtCool

Kveðja, Addý


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband