Toppurinn á tilverunni

Ég gekk á Esjuna í kvöld, gengum upp að steini. Þetta er hreint út sagt frábært:) Mæli með þessu við alla þá sem ekki hafa prófað (og auðvitað hina líka) . Mikil áreynsla og geggjaður sviti í bland við útveru og spjall með góðum vini. Sjö flugur í einu höggi - snilld! Þetta er hörkupúl, fer reyndar eftir því hversu hratt maður fer en við spýttuðum vel í þannig það sveið í lungu og læriWink Það var líka svo mikil blíða í kvöld og algjör stilla. Einungis mánuður i hnjúkinn því ekkert annað að gera en vera dugleg að æfa sig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband