Færsluflokkur: Lífstíll
Karrísósan í gær
25.7.2008 | 10:25
1 laukur
1-2 msk karrý
1 msk túrmerik
1 msk tómatmauk
1-2 tsk grænmetiskraftur lífrænn
1 dós kókosmjólk (eða rjómi)
smá vatn
Mýkja laukin í potti, bæta karrí, túrmerik, tómatmauki og krafti útí ásamt ca. hálfum bolla af vatni, hræra vel. Hræra svo kókosmjólkinni útí, ekki láta sjóða, heldur bara hita. Ofsa góð með kjúklingnum fyrir krakkana(já og okkur stóru krakkana líka)
Góða skemmtun í útlegunni
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Brauðhúsið
9.7.2008 | 18:57
Brauðhúsið er bakarí í Grímsbæ á Bústaðavegi sem bakar mikið ljúffeng brauð. Þetta er lífrænt bakarí þar sem notast er við lífrænt hráefni, brauðin eru einnig laus við hvítt hveiti og öll aukaefni. Síðan eru þetta bara ofsa ofsa góð brauð. Þau geymast reyndar ekki lengi (enda frekar undarlegt hvað samlokubrauðin úr bónus haldast lengi mjúk...hmmmm) en þá er best að geyma þau niðursneidd í frysti. Nældi með mér einu gulrótarbrauði á Landsmótið um helgina og það vakti mikla lukku
Kveðjur, Addý
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hótel-æfingaprógramm
11.6.2008 | 15:29
Já okei þá, ég ætla ekki alveg að eyðileggja fríið fyrir ykkur en þið sem viljið vera fersk og byrja daginn á nokkrum æfingum í fríinu, þá er ég búin að setja saman smá prógramm sem þið getið notað í hvaða landi sem er og hvaða hótelherbergi sem er. Allt sem þarf er viljinn og gleðin já og skeiðklukka og sippuband Hver æfing er gerð í 1 mínútu og hafið 1 mínútu í hvíld á milli æfingar. Þetta ætti að taka ykkur ca 20 mínútur. Hafið það gott í sumarleyfinu.
Dagur 1:Venjulegar armbeygjur í 1 mínútu (setja skó undir bringuna til að vita hversu langt niður er gott að fara)
Dips fyrir þríhöfða í 1 mínútu á stól eða lágu borði
Armbeygjur í 1 mínútu með tær uppá sófa eða borði (hafa skó undir bringu)
Magaæfingar í 1 mínútu (hjóla með fótum og olnbogi á móti fæti)Magaæfingar í 1 mínútu (hendur undir rass og láta beinar fætur síga til jörðu og aftur upp)
Endurtaka allt prógrammið 2-3 sinnum.
Dagur 2 :
Framstig í 1 mínútu. Hægri og vinstri til skiptis.
Hnébeygja í 1 mínútu. Hér gott að halda á einhverju þungu t.d. lítilli ferðatösku, uppvið bringuna til að bæta við smá þyngd.
Uppstig í 1 mínútu. Stígið uppá (lágt borð eða stól) í hægri fót og lyftið vinstra hné eins langt og hægt er að bringu, stígið niður og skiptið um fót.
Hliðarhopp fyrir kálfa í 1 mínútu. Brjótið handklæði í tvennt langsum, leggið það á gólfið og hoppið yfir handklæðið til hægri og vinstri. Færið hoppin fram og aftur eftir handklæðinu.Plankinn í 1 mínútu. Stöðuæfing þar sem eigin líkamsþyngd er haldið uppi á tám og olnboga/framhandlegg.
Endurtaka allt prógrammið 2-3 sinnum.
Dagur 3:
Armbeygjustaða og sparka hægri og vinstri fram undir bringu í 1 mínútu. (Hermanna-hopp)
Mjóbak og axlir í 1 mínútu. Leggist á magann, lyftið fótum og bringu aðeins frá gólfi. Sveiflið svo handleggjum frá mjöðmum og yfir höfuð fram og tilbaka í 1 mínútu.(Svipuð hreyfing og þegar maður gerir engil í snjó, nema hér er legið á maganum).
Magaæfingar í 1 mínútu. Leggist á bakið og setjið fætur í 90 gráður, lyftið herðablöðum frá gólfum og setjið olnboga að hné, hægri og vinstri til skiptis.
Sipp í 1 mínútu. Ef þið eruð ekki með sippuband er auðveldlega hægt að sippa án þess:o)
Magaæfingar í 1 mínútu. Legið á bakinu, fætur á gólfi og venjulegar sit-ups.
Endurtaka allt prógrammið 2-3 sinnum.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 15:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ítalía
9.6.2008 | 14:21
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sólarhyllingin
28.5.2008 | 11:35
Góðan daginn kæra fólk og gleðilegan miðvikudag. Hér er sýnishorn af sólarhyllingunni (e. sun salutation). Þessi rútína er til í nokkrum útgáfum og er oft notuð í upphitun í jóga, þá gerð nokkrum sinnum í röð.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Eigum við að gera smá jóga saman
26.5.2008 | 22:47
Orðið Yoga á sér uppruna í fornmáli Indverja, Sanskrit, og þýðir á ensku "union" og er táknrænt fyrir sameiningu líkama, huga og anda. Reyndar á orðið Asana betur við um það sem við köllum yoga eða jóga í daglegu tali en Asana kemur líka úr Sanskrit og þýðir að framkvæma líkamlegar stöður. Ástundun jóga hefur aukist verulega undanfarin ár, hef reyndar enga tölfræði um það...veit bara suma svona hluti, en margir halda að jóga snúist alfarið um teygjur og það að vera liðugur. Þó svo það sé að vissu leyti rétt snýst jóga í kjarnann um það að skapa jafnvægi í líkamanum í gegnum styrktar- og liðleikaæfingar. Þetta er gert með því að framkvæma þessar jógastöður/stellingar sem hafa mikla líkamlega ávinninga. Stöðurnar er síðan hægt að gera með ákveðnum hraða í ákveðinni röð og búa þannig til hita í líkamanum en það ferli er kallað vinyasa yoga. Í vinyasa yoga er einnig lagt mikið uppúr samræmi öndunar og líkamshreyfinga. Önnur áhersla er svo að gera stöðurnar hægt og leggja meira uppúr því að ná fram eins réttri/fullkomnri stöðu og hægt er til að bæta líkamsstöðu m.a.
Hér koma mjög stuttar lýsingar á helstu jógaheitum. (Auðvitað fer þetta svo alltaf eftir kennara og áherslum á hverjum og einum stað)
Hatha yoga:
Ef Hatha er notað um jógatíma er vanalega átt við tíma sem er fremur almennur og gæti hentað byrjendum ágætlega.
Vinyasa yoga:
Eins og áður sagði er Vinyasa ferlið þegar æfingar eru gerðar með nokkrum hraða til að hita líkamann, öndunaræfingar gerðar samhliða og svo í lok tímans eru gerðar góðar og djúpar teygjustöður.
Ashtanga eða Power yoga:
Ashtanga jóga er það jóga sem er mest líkamlega krefjandi(Madonna t.d. þekkt fyrir að stunda það), þ.e. styrktarlega séð. Æfingarnar eða stöðurnar eru gerðar í ákveðinni röð með krefjandi flæði/hraða. Power jóga tímar eru yfirleitt undir áhrifum af Ashtanga jóga.
Kundalini:
Mikil áhersla samræmi æfinga og öndunar með fókus á orkujöfnun.
Bikram/Hot Yoga:
Æfingar gerðar við hátt hitastig um 30 gráður og yfir til að losa um vöðvaspennu og auka svitamyndun. Talið mjög hreinsandi.(þyrfti smá svona núna..hehehe)
Þetta er svona algengasta jógað, það eru þó til mun fleiri tegundir ef þið viljið kynna ykkur betur.
Allir geta stundað jóga og rannsóknir hafa sýnt fram á mikinn ávinning fyrir t.d. fólk á besta aldri til að byrja að stunda jóga.
Mín jógareynsla er ekki mikil en mig langar til að vera duglegri að stunda jógað með hinni þjálfuninni. Ég fór á meðgöngujóganámskeið með bæði krúttin mín þegar ég var ólétt og mæli ég með henni Auði Bjarnadóttur í Lótus jógasetrinu ef þið eruð í slíkum pælingum. Síðan er hann Billi í World Class frábær líka. Ætla að kíkja í tíma hjá honum á föstudaginn - Power Yoga og segi ykkur svo hvernig gekk. Annars hvet ég ykkur eindregið til að prófa sjálf jóga
Kv. Addý
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kúluvöðvar
6.5.2008 | 19:23
This is what happens when you go too much to the gym....???
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Kvót dagsins
5.5.2008 | 16:31
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Viðbættur sykur í matvöru
3.5.2008 | 19:55
Morgunkorn: 30 gr skammtur.
Cheerios: 1/2 moli
Weetabix: 1/2 moli
Corn Flakes: 1 moli
Rice Crispies: 1 1/2 moli
Weetos: 3 molar
Hunangscheerios: 5 molar
Lucky Charms: 6 1/2 moli
Cocoa Puffs: 7 molar
Guldkorn: 7 molar
Mjólkurvörur: 1 dós í skammti
Léttmjólk: enginn
Skólajógúrt: 5 molar
Engjaþykkni: 5 molar
Kókómjólk: 5 1/2 moli
Óskajógúrt: 7 molar
Létt drykkjarjógúrt m. jarðab.: 10 molar
Jarðaberjaskyrdrykkur: 12 molar
Ávaxtasafar:
Trópí 1 lítil ferna: enginn
Floridana: enginn
Svali 1 lítil ferna: 9 molar
Tommi og Jenni, appelsínu, 1 lítil ferna: 12 molar
Gosdrykkir:
Kók og aðrir sykraðir gosdrykkir, 1/2 líter: 25 molar
Kók og aðrir sykraðir gosdrykkir, 2 lítrar: 100 molar
Knús og gleðilegan laugardag
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jewel, já og Florida
29.4.2008 | 15:09
Sú langbesta - flottustu textarnir - hreyfa alltaf við mér. Markmið: einhvern tímann á tónleika með Jewel(já og taka trúbadorinn á þetta þegar ég verð stórhehehe)
Er síðan að byrja skipulagningu á haustferð til Florida með hóp í æfingabúðir. Vikuferð þar sem æft verður stíft og mataræðið tekið í gegn. Meira síðar, verið í bandi ef þið hafið áhuga.
Kv. Addý
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)