Færsluflokkur: Lífstíll
Heitt sítrónuvatn
18.4.2009 | 14:21
Eitt lítið skref að bættum lífstíl er að byrja hvern dag á því að fá sér heitt vatn með sítrónu. Heita vatnið vekur kerfið á jákvæðan hátt og örvar, en rannsóknir sýna að sítrónusafi á tóman maga örvar efnaskipti sem hjálpa lifur við niðurbrot á fitu yfir daginn. Vildi bara deila þessu með ykkur af því þið eruð svo æðisleg og dugleg
Svo er auðvitað um að gera að skipta út kaffinu og drekka meira heitt vatn og te.
Góða helgi, Addý
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Múltíþjálfun - ný þjónusta
7.4.2009 | 22:39
Má bjóða þér:
Einfaldara líf
Betra skipulag
Aðstoð við eldamennskuna
Ráðgjöf varðandi lífstílinn
Ráðgjöf varðandi matarinnkaup
Æfingaprógramm í mismunandi umhverfi (í æfingastöð eða bara heima)
Hlaupaprógramm/hlaupafélaga
Fjallgöngur
osfrv.
Þetta eru nokkur dæmi um það sem er innifalið í nýju þjálfuninni sem ég kýs að kalla Múltíþjálfun. Innifalið í henni er persónulegri og fjölbreyttari þjónusta en gengur og gerist í almennri einkaþjálfun. Markmið þjónustunnar er að finna fjölbreyttar leiðir fyrir einstaklinga til að bæta lífstíl sinn og tileinka sér heilbrigðari venjur. Þjónustan getur þá færst út fyrir veggi æfingastöðvarinnar og innifalið allt frá því að fara út að hlaupa saman, ganga á Esjuna, aðstoða við matarinnkaup og/eða koma heim í eldhús og ráðleggja við eldamennskuna. Sem sagt sérsniðnar lausnir fyrir einstaklinga.
Ef þið hafið áhuga, hafið samband arndis@ru.is eða í síma 863-7497.
Kveðja, Arndís
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Einkaþjálfarinn mælir með...
4.4.2009 | 15:18
Ef þú vilt bæta mataræðið og koma reglu á blóðsykurinn er um að gera að venja sig á hafa margar smáar máltíðir yfir daginn. Undirstaðan er 3 máltíðir, morgunmatur, hádegismatur og kvöldmatur en þess á milli er gott að narta í heilsusamlega bita ca. 2-3 yfir daginn. Ef tíminn milli máltíða er of langur og við orðin of svöng verður það frekar til þess að við föllum í freistingar og/eða borðum alltof mikið. Hér eru nokkrar hugmyndir að millimálssnarli
1. Drekka vel af vatni allan daginn, hafa vatnsflösku á skrifborðinu eða við hendina. Nægt vatn flýtir fyrir efnaskiptum og auðveldar líkamanum við losun á úrgangsefnum.
2. Te, veljið frekar ávaxtate eða grænt te. Fullt til að mjög góðu tei, t.d. frá Yogi tea. Mitt uppáhald frá þeim er Detox og Sweet chilli. Á kvöldin þegar sætindaþörfin er sterk hja mörgum er te oft frábær kostur
3. Ávextir: mæli með eplum og perum. Epli eru mjög hreinsandi. Hvers kyns ávextir eru reyndar góðir. Prófið líka að frysta ferskan ananas eða vínber, eins og sælgæti. Oft bý ég mér líka til ávaxtakrap í mixernum, þá nota ég frosin jarðarber, vínber, 1/2 frosinn banana og melónu - mixa saman með smá klaka og blanda 1/2 til 1 skeið af vanillupróteini út í það. Nota bara prótein frá EAS.
4. Grænmeti: gulrætur, paprikur, agúrka, tómatar osfrv. Ferskir grænmetissafar eru líka meinhollir. Gulrótasafi blandaður með eplasafa eða eitthvað slíkt. Svo auðvitað hveitigras-skotin eins og fást í Heilsuhúsinu eða Maður lifandi. Græn fæða afeitrar líkamann og vegur uppá móti hvers kyns óhollustu sem við látum ofan í okkur.
5. Burger hrökkbrauð með kjúklingaskinku eða kotasælu. Ef ykkur vantar bragð með kotasælunni þá mæli ég með sultunni frá St. Dalfour, hún er sykurlaus, nota samt lítið af sultu. Eða stundum set ég bara smá grænt pestó ofaná kotasæluna, mjög ljúffengt
6. Aðrar hugmyndir eru: harðfiskur, Larabar (appelsínugult er best), túnfisksalat frá yndisauka (próteinríkt og fitusnautt) og fl.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 15:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Enn um menntun
6.3.2009 | 15:58
Núverandi menntakerfi er uþb. 100 ára gamalt, bæði stuttur og langur tími eftir því í hvaða samhengi við lítum á það.
Getum við lagt meiri áherslu á sköpun og frjóa hugsun í menntakerfinu og erum við steypa alla í sama formið? Hvernig er hægt að halda áfram að þróast ef allir eiga að hugsa eins?
Ef þið eruð áhugasöm um samfélagið og menntastefnur, endilega kíkið á þennan skemmtilega fyrirlestur:
http://www.ted.com/index.php/talks/ken_robinson_says_schools_kill_creativity.html
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 22:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagskjúlli
26.10.2008 | 15:28
Ekkert betra en góður sunnudagskjúlli og hrísgrjón
1 heill kjúklingur
1 bolli tómatsósa(frá Sollu) - það er ekkert tómatsósubragð af þessum rétt:)
3 kúfaðar msk karrý (milt ef börn eiga að borða)
slatti svartur pipar
1 ferna af matreiðslurjóma(hægt að nota kókosmjólk)
Skera niður kjúklingin í fat, blanda saman tómatsósu, karrý og pipar og smyrja á kjúkling. Baka í uþb. 30 mínútur. Hella síðan rjómanum yfir og baka aftur í uþb. 30 mín.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýtt hugarfar á nýjum tímum
14.10.2008 | 23:18
Það er eflaust rétt um mörg okkar að við höfum notað peninga og veraldleg gæði til að meta árangur og gæði lífs okkar nú til dags. Í mismiklu mæli en við höfum öll fundið fyrir því að ákveðið hugarfar sem einkenndi þjóðfélag okkar síðustu ár er ekki það heilbrigðasta. Ný-yfirstaðnir atburðir í vestrænu samfélagi hafa fengið okkur til að hugsa og það er einungis eitt sem við getum öll gert og það er að læra af þessu öllu saman. Ég gæti notað þessa blogg-síðu til pólitískrar umræðu, trúiði mér, hef mjög sterkar skoðanir á hlutunum og set mig vel inní mál en ég tel líka mikilvægt að einstaklingar styrkji sig til að styrkja heildina og vil því frekar nota þennan vettvang til að fjalla um sjálfstyrkingu. Hvað getum við gert til að missa ekki sjálfstraustið og komast yfir þá reiði og sorg sem við þurfum mörg að glíma við á þessum tímum. Hér koma nokkur atriði sem ég tel mikilvægt að hafa í huga:
1. Tileinkum okkur þakklæti. Við höfum það ótrúlega gott hér á Íslandi og flest okkar hafa mjög margt til að vera þakklát fyrir. Ef við tölum bara um efnislega þætti, þá má nefna sem dæmi að ef þú er ekki með banvænan sjúkdóm, hefur fengið góða máltíð í dag og átt þak yfir höfuðið, þá erum við að tala um að þú hefur það betra en 70% af umheiminum. Og...ef þú ert að lesa þetta úr tölvu heima hjá þér, þá hefur þú það betra en 90% af öllu fólki á þessari jörð.
2. Hvenær er nóg NÓG? Setjum okkur mörk með efnislega hluti, sá sem vill alltaf meira og meira verður aldrei ánægður með það sem hann hefur.
3. Tileinkum okkur að gefa og njóta hluta sem of oft eru taldir sjálfsagðir. Það er alveg ljóst að peningar og auðæfi tapast. En bros, kærleikur, ást, heiðarleiki, vinátta, hrós, gleði og þið vitið hvað ég meina, eru ómetanlegur fjársjóður.
4. Litum inná við og ræktum okkur sjálf, bæði andlega og líkamlega. Gefum okkur tíma til að draga lærdóm og hugsa hlutina til enda. Alltaf má gott bæta og ég er viss um að þegar allt kemur til alls, verðum við sterkari. Já og ekki gleyma að anda
5. Lifum í núinu. Það mun alltaf vera óvissa, það var alveg jafnmikil óvissa fyrir 2 mánuðum síðan og það er nú. Við vorum bara ekki meðvituð um þessa óvissu. Takið eftir því hvað hugsanir verða miklu meira skapandi á svona tímum. Hver dagur býður uppá ný tækifæri og það er svolítið spennandi ef maður lítur þannig á það.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 23:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Námskeið í NLP hjá Kára
10.9.2008 | 09:59
NLP Practitioner
(Neuro Linguistic Programming)
Aðeins kennt einu sinni á ári.
Kennt er m.a.:
- Að vera mótækilegur og læra á auðveldan hátt.
- Að skapa nýtt samskipta mál.
- Að skapa þína eigin framtíð.
- Að stjórna samtölum.
- Að vekja snillinginn í sjálfum sér
- Að leysa upp neikvæðar venjur.
- Að lesa persónuleika fólks.
- Venjur til varanlegs árangurs.
Námskeiðið er haldið:
Helgarnar 26. - 28. sept. og 03. - 05.okt. 2008.
Um er að ræða eitt sjálfstætt námskeið.
Kennt er föstudaga kl.18-22. Laugardaga og sunnudaga kl.9-17.
NLP undirmeðvitundarfræði er fyrir alla og er okkar innra
tungumál milli hugsana og undirmeðvitundar.
NLP er notað af fólki um allan heim sem
hefur náð frábærum árangri í lífinu.
ÉG mæli með þessu námskeiði fyrir þá sem hafa áhuga. Frekari upplýsingar á www.ckari.com
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 10:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Gunni bróðir með tónleika
29.8.2008 | 20:13
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 20:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Frábær tilfinning að koma í mark
24.8.2008 | 20:44
Nú er maraþonið búið og gekk bara ótrúlega vel. Tíminn var 1:55 og ég er mikið sátt Það er alltaf sigur að koma í mark og þegar líkamlega og andlega hliðin eru báðar að performera eins og var í gær er allt í plús. Svona langhlaup reyna nefninlega mjög mikið á þolinmæðina og maður er allan tímann að tala við sjálfan sig.
Er líka mjög stolt af þeim sem ég hafði þjálfað fyrir hlaupið og upplifði sigur með þeim að hafa klárað með stæl!!! Að uppskera eftir að hafa lagt á sig mikla vinnu í langan tíma er mjög gefandi og sjálfstyrkjandi og eitthvað sem allir ættu að prófa. Mæli með því.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 20:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)