Frábær tilfinning að koma í mark

Nú er maraþonið búið og gekk bara ótrúlega vel. Tíminn var 1:55 og ég er mikið sáttSmile Það er alltaf sigur að koma í mark og þegar líkamlega og andlega hliðin eru báðar að performera eins og var í gær er allt í plús. Svona langhlaup reyna nefninlega mjög mikið á þolinmæðina og maður er allan tímann að tala við sjálfan sig.

Er líka mjög stolt af þeim sem ég hafði þjálfað fyrir hlaupið og upplifði sigur með þeim að hafa klárað með stæl!!! Að uppskera eftir að hafa lagt á sig mikla vinnu í langan tíma er mjög gefandi og sjálfstyrkjandi og eitthvað sem allir ættu að prófa. Mæli með því.


Mikið að gera

Mikið svakalega fara afsakanir alltaf í taugarnar á mér, eeeeeeeeen ég er búin að vera á haus núna síðustu daga og lítið getað bloggað. Haustið farið á stað með látum, fullt af þjálfun og kennslan byrjuð hjá mér. Er mikið spennt að hlaupa maraþonið á laugardaginn og verð líka fegin þegar það er afstaðið og get byrjað að einbeita mér að lyftingum þar sem hlaupin hafa verið ansi fyrirferðarmikil undanfarið. Hvet ykkur öll til að taka þátt í maraþoninu, hægt að fara í skemmtiskokkið að minnsta kosti... Strákurinn minn sem er 7 ára ætlar sko að vinna það (ekki búin að segja honum reyndar að það er ekki tímataka en ok...gott að vera með smá metnaðSmile)

En hér er eitt gott stærðfræði/life - kvót fyrir ykkur í amstrinu:

If people do not believe that mathematics is simple, it is only because they do not realize how complicated life is.  ~John Louis von Neumann

 

 


Hálfmaraþon

21 km eftir 5 daga!!!

 


The value of time

To know the value of one year ask the student who failed the final exam.

To know the value of one month, ask the mother of a premature baby.

To know the value of one week, ask the editor of a weekly newsmagazine.

To know the value of one day, ask the wage earner who has six children.

To know the value of one minutue, ask the person who missed the plane.

To know the value of one second, ask the person who survived the accident.

To know the value of one millisecond, ask the olympic silver medalist.

-John Maxwell


Ég hef ekki tíma...

Lang-algengasta ástæða þess að fólk stundar ekki líkamsrækt er sú að hafa ekki tíma. Þetta er rugl, við höfum öll tíma til þess að gera það sem við ætlum okkur. Við verðum fyrst og fremst að vilja það. Taktu ákvörðun um að verja tíma þínum í að rækta sjálfan þig og heilsu þína, það skiptir miklu máli. Tíminn er okkar verðmætasta eign og við eigum nægan tíma ef við förum vel með hann. Tíminn verður heldur aldrei tekinn aftur og við getum ekki safnað honum eins og brigðum yfir tíma. Allir fá jafn marga klukkutíma í hverjum degi. Tíminn er líka forsenda þess að eiga innileg og ástrík tengsl við annað fólk, þá sem okkur þykir vænt um. Tíminn er í raun dýrmætari en nokkuð annað.

Hugsaðu vandlega um það hvernig þú verð þínum dýrmæta tíma. Sú ákvörðun er líklega ein sú stærsta sem þú tekur.


Grænmetismarkaðurinn

Hún Krissa yndislega nágrannavinkona mín bauð okkur fjölskyldunni í grænmetissúpu í kvöld, hún fór á grænmetismarkaðinn í mosfellsdal og keypti ferskasta grænmeti í bænum og gerði þessa yndislegu súpu f. okkur og hún var algjört lostæti. Þeir voru að opna markaðinn í þessari viku með nýrri uppskeru, algjörlega nauðsynlegt að kíkja þangað og næla sér í nokkra kálhausa, ég tala nú ekki um þegar gulræturnar koma, þær eru sælgæti.

Ég er líka mjög heilluð af þeirri hugmynd að kaupa matvæli beint af ræktendum, það er svo vistvænt og ætti að vera ódýrara. Fyrir utan að manni svíður mikið undan buddunni í matvöruverslunum þessa dagana, þá er eitthvað óþægilegt sem fylgir því að vera alltaf að styrkja sama fólkið með matarinnkaupum sínum, eins og við neyðumst til að gera hérna á Íslandi í semi-einokunninni sem við búum við. Svo er þetta bara miklu ferskara.

Sjáumst á markaðinum!!


Þorskurinn stendur alltaf fyrir sínu

Hér kemur ein rosalega góð uppskrift af þorski ef þið viljið vera dáldið djörf og prófa:

4 ca. 170 gr þorskstykki
2 msk. af mjög mjúku tofu (silken tofu)
4 msk af graslauk (niðurskornum)
1 tsk piparrót
1 stk sítróna, nota bæði safann og raspa hýði
Maldon salt og pipar
1/2 bolli af mjög fínt niðurskornum kasjúhnetum

Mixið tofu, graslauk, piparrót, sítrónu og kryddi í skál og kryddið. Leggið fiskflök í eldfast mót og setjið mixið jafnt ofaná. Stráið svo hnetum yfir. Bakið í 18-20 mínútur á 200 gráðum (svona þangað til fiskur er tilbúinn og húðin er orðin fallega brún)

Gott með hýðishrísgrjónum(mér finnst þessi stuttu best), mjög sniðugt að eiga hrísgrjónapott því þá þarf maður ekkert að hugsa um grjónin meðan þau eldast. Og svo auðvitað eitthvað ferskt salat með.

Kveðjur úr eldhúsinuSmile


Eldum sjálf

chefAð læra að elda einfalda og næringarríka máltíð er eitthvað sem allir ættu að tileinka sér. Matur á veitingahúsum er hannaður til að vera fyrst og fremst bragðgóður og kitla bragðlaukana...og til þess að gera hann þannig er oft mikið notað af t.d. smjöri, rjóma, salti osfrv. Ekki það að ég hafi neitt á móti fyrrnefndu heldur viljum við betur stjórna því hvað það er sem við borðum og bera sjálf ábyrgð á okkar heilsu í gegnum þá næringu sem við veljum. Við líka borðum bara öðruvísi þegar við erum heima hjá okkur og höfum útbúið matinn sjálf, við vitum nákvæmlega hvað er í matnum og erum ekki háð skömmtum og vali á hráefni starfsfólks veitingastaða. Aðgengi að hollum og góðum uppskriftum er ótrúlega mikið í dag í gegnum netið sem gerir þetta mun auðveldara og svo er líka bara ákveðin útrás fyrir sköpunarþörfina sem felst í því að skapa og útbúa máltíð fyrir sig og sína.

 


Mótsagnir

Lifðu í núinu, segja þeir, ég er alltaf að reyna að lifa í núinu og njóta lífsins nákvæmlega á þeirri stundu sem ég er á, getur verið mjög ögrandiCool. En er mögulegt að lifa í núinu og bera samt ábyrgð á framtíð sinni? Í sjálfshjálparfræðunum er mikið talað um að vera með markmið og búa til plan til að ná þessum markmiðum því annars sé hætta á því að fljóta gegnum lífið án þess að finna og upplifa eiginlega lífsfyllingu. Til þess að geta gert það verður maður víst að hugsa og einbeita sér að framtíðinni. Sem sagt skipuleggja framtíðina í núinu.....mér finnst það vera ákveðið contradiction... bara pæling. Kannski spurning hvernig maður skilgreinir núið...?


Fyrir okkur sem æfum mikið - 5 algeng mistök

1. Brenna brenna brennaW00t það er alveg ljóst að það er ekki hægt að "skera niður" án þess að stunda brennsluæfingar en ef þú ert alltaf að brenna og ekkert gerist er kominn tími til að hugsa hlutina uppá nýtt. Líkaminn þreytist mikið við endalausar brennsluæfingar og til lengdar getur skaðinn verið meiri en uppbyggingin. Það er staðreynd að ef við göngum á þennan hátt á líkama okkar þá stjórnar viss hormónastarfsemi því að líkaminn byrjar að safna á sig vatni til verjast áreynslunni.

Ef þú hefur grun um að þetta sé málið, prófaðu þá að minnka brennsluna í 2-3 vikur og breyta engu öðru  og sjáðu hvað gerist.

2. Veljum auðveldar, fljótlegar, tilbúnar kaloríur framyfir næringarríku fæðutegundirnar beint úr náttúrunni . Auðveldar kaloríur eru tilbúinn matur eins og próteinstangir, próteinsheikar, orkudrykkir og önnur unnin matvæli. Auðvitað má alltaf blanda þessu á skynsaman hátt inní heilbrigða fæðurútínu en öllu má ofgera. Þið vitið hvað ég á við ef þá á við um ykkur. Ekki gleyma grænmetinu góða eins og brokkolí, spínati, gulrótum, paprikum og öðru frábæru heilsusnakki.

3. Sleppa kolvetnum. Virkar ekki sorryAngry. Kolvetni eru aðalorkugjafi líkamans og án þeirra starfar hann ekki eðlilega. Kolvetni eiga að vera ca. 55% af mataræði okkar. En miklu skiptir að velju réttu kolvetnin. Gróf hrísgrjón, hafrar, gróft mjöl (hveiti, spelt osfrv.) svo eitthvað sé upptalið, athugið að flest matvara er samsett - kolvetni, prótein, fita. Ef við sveltum líkamann af kolvetnum er hætta á því að hann fari í svokalla sveltiástand og reyni að halda í allt sem hann fær. 

4. Nota of litlar þyngdir í styrktarþjálfuninni og reyna þannig of lítið á sig. Og stelpur ekki vera hræddar við að fá of stóra vöðva, við erum ekki gerðar til þess.

5. Taka inn of mikið af fæðubótarefnum og vítamínum. Það er umdeilt hversu mikil upptaka líkamans er á vítamínum og næringarefnum úr tilbúnum fæðubótarefnum. Ekki taka of margt í einu, prófa sig áfram. Og munum að besta næringin er úr heilnæmri og ferskri fæðu. Þannig virkar líkaminn best og nær mestum árangri.

Já og svo er það auðvitað að halda jákvæða viðhorfinu og vera aldrei að vinna gegn sjálfum sér með neikvæðni og niðurdrepandi hugsunum. Ef það sem við erum að gera er ekki skemmtilegt þá eigum við að gera eitthvað annað, finna einhverja aðra leið sem við höfum gaman að og hvetur okkur á réttan háttSmile


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband