Hótel-æfingaprógramm

Já okei þá, ég ætla ekki alveg að eyðileggja fríið fyrir ykkur en þið sem viljið vera fersk og byrja daginn á nokkrum æfingum í fríinu, þá er ég búin að setja saman smá prógramm sem þið getið notað í hvaða landi sem er og hvaða hótelherbergi sem erWink. Allt sem þarf er viljinn og gleðinSmile já og skeiðklukka og sippubandCool Hver æfing er gerð í 1 mínútu og hafið 1 mínútu í hvíld á milli æfingar. Þetta ætti að taka ykkur ca 20 mínútur. Hafið það gott í sumarleyfinu.

Dagur 1:

Venjulegar armbeygjur í 1 mínútu (setja skó undir bringuna til að vita hversu langt niður er gott að fara)

Dips fyrir þríhöfða í 1 mínútu á stól eða lágu borði

Armbeygjur í 1 mínútu með tær uppá sófa eða borði (hafa skó undir bringu)

Magaæfingar í 1 mínútu (hjóla með fótum og olnbogi á móti fæti)
Magaæfingar í 1 mínútu (hendur undir rass og láta beinar fætur síga til jörðu og aftur upp)
Endurtaka allt prógrammið 2-3 sinnum. 
Dagur 2 :
Framstig í 1 mínútu. Hægri og vinstri til skiptis.
Hnébeygja í 1 mínútu. Hér gott að halda á einhverju þungu t.d. lítilli ferðatösku, uppvið bringuna til að bæta við smá þyngd.
Uppstig í 1 mínútu. Stígið uppá (lágt borð eða stól) í hægri fót og lyftið vinstra hné eins langt og hægt er að bringu, stígið niður og skiptið um fót.
Hliðarhopp fyrir kálfa í 1 mínútu. Brjótið handklæði í tvennt langsum, leggið það á gólfið og hoppið yfir handklæðið til hægri og vinstri. Færið hoppin fram og aftur eftir handklæðinu.Plankinn í 1 mínútu. Stöðuæfing þar sem eigin líkamsþyngd er haldið uppi á tám og olnboga/framhandlegg.
Endurtaka allt prógrammið 2-3 sinnum. 
Dagur 3:
Armbeygjustaða og sparka hægri og vinstri fram undir bringu í 1 mínútu. (Hermanna-hopp)
Mjóbak og axlir í 1 mínútu. Leggist á magann, lyftið fótum og bringu aðeins frá gólfi. Sveiflið svo handleggjum frá mjöðmum og yfir höfuð fram og tilbaka í 1 mínútu.(Svipuð hreyfing og þegar maður gerir engil í snjó, nema hér er legið á maganum).
Magaæfingar í 1 mínútu. Leggist á bakið og setjið fætur í 90 gráður, lyftið herðablöðum frá gólfum og setjið olnboga að hné, hægri og vinstri til skiptis.
Sipp í 1 mínútu. Ef þið eruð ekki með sippuband er auðveldlega hægt að sippa án þess:o)
Magaæfingar í 1 mínútu. Legið á bakinu, fætur á gólfi og venjulegar sit-ups.
Endurtaka allt prógrammið 2-3 sinnum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Addý,

Frábært prógram og alveg tilvalið þegar maður hefur "lítinn" tíma í sumarfríinu. Ég ætla pottþétt að prófa þetta.

Takk takk og hafðu það gott í sumarfríinu.

Baddý (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 14:46

2 Smámynd: Arndís Thorarensen

Líst vel á þig duglega, já um að gera að halda sér ferskum í fríinu og fá það besta út úr hverjum degi 
Sömuleiðis hafðu það sem allra best og sjáumst,
Addý (sem fer til Ítalíu á sunnudag)

Arndís Thorarensen, 13.6.2008 kl. 18:28

3 Smámynd: Ester Júlía

Ooh þurfti ég nú að rekast inn á bloggið þitt til að kóróna samviskubitið! ÉG er SVOO EKKI að nenna að æfa þessa dagana, er komin í sumarfrí (í huganum) og er megalöt :D

Samt flottar ráðleggingar.

Knús og sjáumst í Laugum ;)

Ester Júlía, 18.6.2008 kl. 16:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband