Hvað gæti verið að koma í veg fyrir að þú léttist?

1. Sleppir morgunmat. Morgunmaturinn er mikilvægasta máltíð dagsins og rannsóknir sýna að þeir sem borða morgunmat hafa lægra BMI(Body mass index-hlutfall hæðar og þyngdar).

2. Of stórir skammtar. Hæfilegur skammtur þýðir að svengdin er farin að segja til sín 3 klst. eftir máltíð.

3. Kvöldsnarlið. Best er að borða ekkert eftir kvöldmat, ef eitthvað þá einn ávöxt og munið eftir vatninu.

4. Of lítill svefn. Hvíldin er nauðsynleg því meðan á henni stendur eiga sér stað mjög mikilvæg efnaskipti líkamans.

5. Of mikið af fituskertum/sykurskertum/unnum matvörum. Aukaefni eru óvinurinn. Hreint mataræði muniði, beint af akrinum;o)

6. Neikvæðni og mótþrói. Hugurinn ber þig alla leið.

7. Nei það er ekki nóg að brenna bara. Styrktaræfingar eru grunnurinn, þá brennir líkaminn líka meira á brennsluæfingunni.

8. Áfengið. Já það er rétt, alkóhól er mjög hitaeiningaríkt.

Gangi ykkur vel,
Addý


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband