Eitrið sem við erum að gefa börnunum okkar

Þar sem ég er mikil áhugamanneskja um næringu og matseld skellti ég mér á matreiðslunámskeið hjá Maður Lifandi í gær. Námskeiðið heitir heilsukostur og er ein kvöldstund. Við mamma fórum saman(alltaf að reyna að smita fjölskylduna af "dellunni" minniSmile) og lærðum sko margt og mikið. Og ætla ég að skrifa um það hérna á næstu dögum og jafnvel að henda inn uppskriftum fyrir ykkur ef þið verðið stilltWink - svona þegar ég er búin að prófa þær og gera að mínum eigin. Á námskeiðinu var fjallað almennt um holla matargerð og svona trix til þess að gera hollan mat góðan og bara aðgengilegan. Því oft miklar fólk fyrir sér að breyta og prófa nýja hluti í eldhúsinu og held ég að það sé mest þekkingarleysi/tímaleysi. Auðvelt að gera það sem maður kann...ekki satt.

En eitt að því sem sló mig, þó svo ég hafi þannig séð vitað það, var umfjöllunin um sætuefnið aspartam. Aspartam átti upphaflega að banna í Bandaríkjunum en út af einhverri óskiljanlegri pólitík var það leyft. Þetta efni er algjört eitur og það versta er, er að það er í ótrúlega mörgu af því sem við gefum börnunum okkar á hverjum degi. Þar ber fyrst að nefna skyr, jógúrt, dagmál, kvöldmál eða hvað sem þetta nefnist allt saman, þ.e.a.s. mjólkurvörur sem eru merktar sykurskertar eru uppfullar af þessu efni. Svo eru þessar vörur auglýstar sem heilsuvörur. Þetta eru hálfgerð svik því þar fyrir utan er meiri hlutinn af öðrum mjólkurvörum uppfullar af sykri. Þetta hefur lýðheilsustofnun verið að benda á, sem er mjög jákvætt. Fleiri vörur sem innihalda aspartam eru t.d. gos og tyggjó og aðrar sykurskertar vörur. En bara gerið það fyrir mig, passið að hafa ekki aspartam hluta af ykkar daglegu fæðu og sérstaklega ekki barnanna ykkar.

Kv. Addý


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góð ábending! Ég vissi þetta er svo gleymir maður þessu - af tvennu illu er sykurinn betri kostur......sem sagt ég ætla að hætta að drekka d-kók....shit!!!

Dísa skvísa (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 11:21

2 Smámynd: Friðrika Kristín

Hæ,

Já, svo svolgrar fólk í sig Perfect Rx í massavís í Laugum eftir æfingu.. Það er Aspartame í því... Sveiattan..
Það er bara svo blendin skilaboð um Aspartame í dag.. en eftir Sweet Misery myndina neytir tekur enginn áhættuna held ég..

Friðrika Kristín, 25.3.2008 kl. 01:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband