Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009
Heitt sítrónuvatn
18.4.2009 | 14:21
Eitt lítið skref að bættum lífstíl er að byrja hvern dag á því að fá sér heitt vatn með sítrónu. Heita vatnið vekur kerfið á jákvæðan hátt og örvar, en rannsóknir sýna að sítrónusafi á tóman maga örvar efnaskipti sem hjálpa lifur við niðurbrot á fitu yfir daginn. Vildi bara deila þessu með ykkur af því þið eruð svo æðisleg og dugleg
Svo er auðvitað um að gera að skipta út kaffinu og drekka meira heitt vatn og te.
Góða helgi, Addý
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Múltíþjálfun - ný þjónusta
7.4.2009 | 22:39
Má bjóða þér:
Einfaldara líf
Betra skipulag
Aðstoð við eldamennskuna
Ráðgjöf varðandi lífstílinn
Ráðgjöf varðandi matarinnkaup
Æfingaprógramm í mismunandi umhverfi (í æfingastöð eða bara heima)
Hlaupaprógramm/hlaupafélaga
Fjallgöngur
osfrv.
Þetta eru nokkur dæmi um það sem er innifalið í nýju þjálfuninni sem ég kýs að kalla Múltíþjálfun. Innifalið í henni er persónulegri og fjölbreyttari þjónusta en gengur og gerist í almennri einkaþjálfun. Markmið þjónustunnar er að finna fjölbreyttar leiðir fyrir einstaklinga til að bæta lífstíl sinn og tileinka sér heilbrigðari venjur. Þjónustan getur þá færst út fyrir veggi æfingastöðvarinnar og innifalið allt frá því að fara út að hlaupa saman, ganga á Esjuna, aðstoða við matarinnkaup og/eða koma heim í eldhús og ráðleggja við eldamennskuna. Sem sagt sérsniðnar lausnir fyrir einstaklinga.
Ef þið hafið áhuga, hafið samband arndis@ru.is eða í síma 863-7497.
Kveðja, Arndís
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Einkaþjálfarinn mælir með...
4.4.2009 | 15:18
Ef þú vilt bæta mataræðið og koma reglu á blóðsykurinn er um að gera að venja sig á hafa margar smáar máltíðir yfir daginn. Undirstaðan er 3 máltíðir, morgunmatur, hádegismatur og kvöldmatur en þess á milli er gott að narta í heilsusamlega bita ca. 2-3 yfir daginn. Ef tíminn milli máltíða er of langur og við orðin of svöng verður það frekar til þess að við föllum í freistingar og/eða borðum alltof mikið. Hér eru nokkrar hugmyndir að millimálssnarli
1. Drekka vel af vatni allan daginn, hafa vatnsflösku á skrifborðinu eða við hendina. Nægt vatn flýtir fyrir efnaskiptum og auðveldar líkamanum við losun á úrgangsefnum.
2. Te, veljið frekar ávaxtate eða grænt te. Fullt til að mjög góðu tei, t.d. frá Yogi tea. Mitt uppáhald frá þeim er Detox og Sweet chilli. Á kvöldin þegar sætindaþörfin er sterk hja mörgum er te oft frábær kostur
3. Ávextir: mæli með eplum og perum. Epli eru mjög hreinsandi. Hvers kyns ávextir eru reyndar góðir. Prófið líka að frysta ferskan ananas eða vínber, eins og sælgæti. Oft bý ég mér líka til ávaxtakrap í mixernum, þá nota ég frosin jarðarber, vínber, 1/2 frosinn banana og melónu - mixa saman með smá klaka og blanda 1/2 til 1 skeið af vanillupróteini út í það. Nota bara prótein frá EAS.
4. Grænmeti: gulrætur, paprikur, agúrka, tómatar osfrv. Ferskir grænmetissafar eru líka meinhollir. Gulrótasafi blandaður með eplasafa eða eitthvað slíkt. Svo auðvitað hveitigras-skotin eins og fást í Heilsuhúsinu eða Maður lifandi. Græn fæða afeitrar líkamann og vegur uppá móti hvers kyns óhollustu sem við látum ofan í okkur.
5. Burger hrökkbrauð með kjúklingaskinku eða kotasælu. Ef ykkur vantar bragð með kotasælunni þá mæli ég með sultunni frá St. Dalfour, hún er sykurlaus, nota samt lítið af sultu. Eða stundum set ég bara smá grænt pestó ofaná kotasæluna, mjög ljúffengt
6. Aðrar hugmyndir eru: harðfiskur, Larabar (appelsínugult er best), túnfisksalat frá yndisauka (próteinríkt og fitusnautt) og fl.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 15:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)