Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Fyrir okkur sem æfum mikið - 5 algeng mistök

1. Brenna brenna brennaW00t það er alveg ljóst að það er ekki hægt að "skera niður" án þess að stunda brennsluæfingar en ef þú ert alltaf að brenna og ekkert gerist er kominn tími til að hugsa hlutina uppá nýtt. Líkaminn þreytist mikið við endalausar brennsluæfingar og til lengdar getur skaðinn verið meiri en uppbyggingin. Það er staðreynd að ef við göngum á þennan hátt á líkama okkar þá stjórnar viss hormónastarfsemi því að líkaminn byrjar að safna á sig vatni til verjast áreynslunni.

Ef þú hefur grun um að þetta sé málið, prófaðu þá að minnka brennsluna í 2-3 vikur og breyta engu öðru  og sjáðu hvað gerist.

2. Veljum auðveldar, fljótlegar, tilbúnar kaloríur framyfir næringarríku fæðutegundirnar beint úr náttúrunni . Auðveldar kaloríur eru tilbúinn matur eins og próteinstangir, próteinsheikar, orkudrykkir og önnur unnin matvæli. Auðvitað má alltaf blanda þessu á skynsaman hátt inní heilbrigða fæðurútínu en öllu má ofgera. Þið vitið hvað ég á við ef þá á við um ykkur. Ekki gleyma grænmetinu góða eins og brokkolí, spínati, gulrótum, paprikum og öðru frábæru heilsusnakki.

3. Sleppa kolvetnum. Virkar ekki sorryAngry. Kolvetni eru aðalorkugjafi líkamans og án þeirra starfar hann ekki eðlilega. Kolvetni eiga að vera ca. 55% af mataræði okkar. En miklu skiptir að velju réttu kolvetnin. Gróf hrísgrjón, hafrar, gróft mjöl (hveiti, spelt osfrv.) svo eitthvað sé upptalið, athugið að flest matvara er samsett - kolvetni, prótein, fita. Ef við sveltum líkamann af kolvetnum er hætta á því að hann fari í svokalla sveltiástand og reyni að halda í allt sem hann fær. 

4. Nota of litlar þyngdir í styrktarþjálfuninni og reyna þannig of lítið á sig. Og stelpur ekki vera hræddar við að fá of stóra vöðva, við erum ekki gerðar til þess.

5. Taka inn of mikið af fæðubótarefnum og vítamínum. Það er umdeilt hversu mikil upptaka líkamans er á vítamínum og næringarefnum úr tilbúnum fæðubótarefnum. Ekki taka of margt í einu, prófa sig áfram. Og munum að besta næringin er úr heilnæmri og ferskri fæðu. Þannig virkar líkaminn best og nær mestum árangri.

Já og svo er það auðvitað að halda jákvæða viðhorfinu og vera aldrei að vinna gegn sjálfum sér með neikvæðni og niðurdrepandi hugsunum. Ef það sem við erum að gera er ekki skemmtilegt þá eigum við að gera eitthvað annað, finna einhverja aðra leið sem við höfum gaman að og hvetur okkur á réttan háttSmile


Viðtöl - settu sjálfan þig í fyrsta sæti

Nú er ég að byrja að þjálfa á fullu eftir verslunarmannahelgi og margir að spyrja mig um það. Ótrúlega mikið af fólki að leita sér að þjálfara fyrir haustiðSmile sem er mjög jákvætt, fólk greinilega að setja sjálft sig í fyrsta sæti í "kreppunni". Þeir reyndustu í líkamsræktarbransanum segja að það sé einmitt þannig að þegar niðursveifla sé í þjóðfélaginu sé fólk oft duglegra að mæta í ræktina og einbeita sér að sér og sínum.
En mig langar að benda fólki - áhugasömum á að ég get tekið fólk í viðtöl til að leiðbeina með lífstíl, mataræði, þjálfun, sett upp prógramm, mælingar, markmiðasetningu o.s.frv. Þá er hægt að hittast nokkrum sinnum yfir önnina og fylgja markmiðunum eftir. Þetta hefur borið góðan árangur hjá mörgumSmile 

Verið í bandi ef þið hafið áhuga á þessu.
Kv. Arndís
s. 863-7497


Karrísósan í gær

1 laukur
1-2 msk karrý
1 msk túrmerik
1 msk tómatmauk
1-2 tsk grænmetiskraftur lífrænn
1 dós kókosmjólk (eða rjómi)
smá vatn

Mýkja laukin í potti, bæta karrí, túrmerik, tómatmauki og krafti útí ásamt ca. hálfum bolla af vatni, hræra vel. Hræra svo kókosmjólkinni útí, ekki láta sjóða, heldur bara hita. Ofsa góð með kjúklingnum fyrir krakkana(já og okkur stóru krakkana líkaWink)

Góða skemmtun í útlegunniSmile


Komin heim

Ítalía var algjört sukksessSmileVið höfðum það yndislegt í landi rauðvíns og mozzarellaosta 2 fjölskyldur frá landinu kalda. Fyrst í eina viku í Toscana héraði, umvafin vínekrum og ótrúlegri fegurð og svo í eina viku við Gardavatn, nánar tiltekið í bænum Desenzano. Fengum frábært veður allan tímann og kynntumst Ítalíu á nýjan hátt. Svo auðvitað Flórens sem er fallegasta borg sem ég hef komið til.

Hér koma nokkrar myndir:

"Kastalinn"Wink

hus

Ærslabelgirnir og vinirnir: Bjarki, Matti og Egill OrriWink

vinir1

og auðvitað prinsessan Margrét Íris við hið undurfagra Gardavatniris garda

með spékoppinn að taka sporiðSmile
irisdansar

úff útsýnið...algjör paradís
DSCN0350

Næsti bær við okkur í húsinu, Greve í Chianti, þarna kunna þeir sko að gera rauðvíninTounge
DSCN0473

Og svo systkinin á góðri stund í Munchen
systkini

Annars er ég ennþá í fríi og flestum stundum eytt í sveitasælunni uppí bústað og í tjaldinu. Skelltum okkur svo á landsmót hestamanna um síðustu helgi og það var algjör snilld (mun ekki birta myndir þaðanWink).

Þjálfun fyrir hálfmaraþon ennþá á fullu í gangi auðvitaðSmile er að hlaupa svona 30-40 km á viku...stefni á að bæta tímann frá því í fyrra.

Hafið það yndislegt öllSmile


Brauðhúsið

Brauðhúsið er bakarí í Grímsbæ á Bústaðavegi sem bakar mikið ljúffeng brauð. Þetta er lífrænt bakarí þar sem notast er við lífrænt hráefni, brauðin eru einnig laus við hvítt hveiti og öll aukaefni. Síðan eru þetta bara ofsa ofsa góð brauð. Þau geymast reyndar ekki lengi (enda frekar undarlegt hvað samlokubrauðin úr bónus haldast lengi mjúk...hmmmmFrown) en þá er best að geyma þau niðursneidd í frysti. Nældi með mér einu gulrótarbrauði á Landsmótið um helgina og það vakti mikla lukkuLoL

Kveðjur, Addý


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband