Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

5 frábærar ástæður til að stunda styrktarþjálfun

1. Þéttari og styrkari vöðvavefur þýðir aukin grunnbrennsla líkamans.

2. Aukin þéttleiki beina og besta forvörn beinþynningar.

3. Sterkari bein, liðbönd og sinar þýða aukið jafnvægi og virka sem forvörn á meiðslum.

4. Minni líkur á hjarta- og kransæðasjúkdómum.

5. Bætt útlit, líðan og sjálfstraust. Styrktarþjálfun stuðlar að lægra fituhlutfalli og bættri mótun líkamans.

og miklu miklu fleira.

Segðu mér svo aftur: HVAÐA FRÁBÆRU ÁSTÆÐU HEFUR ÞÚ TIL AÐ STUNDA EKKI STYRKTARÞJÁLFUN??Smile


Drífa sig aftur á stað

Jæja nú eru páskarnir búnir og búið að borða mikið og velWink Það er frábært að eiga góðan tíma með fjölskyldunni, slaka á og umfram allt, njóta góðs matar. En þá þarf maður líka að kunna að hætta þegar veislunni er lokið. Margir falla í þá gryfju að halda áfram veisluhöldunum og súkkulaðinu, taka jafnvel 2. og 3. og kannski-bara 4. í páskum. Það er alveg ótækt. Besta leiðin til að koma sér í gang er að mæta strax í ræktina og taka vel á því. Fara aftur að vinna að markmiðunum okkar og njóta þess líka. Því það er ekkert betra að að ná flottu markmiði. Meira um markmið hérna í vikunni.

Ég átti frábæran tíma núna um páskana á skíðum á Akureyri. Þvílík veðurblíða..ummm... alveg kjöraðstæður. Skíði eru svo skemmtileg íþrótt því þar sameinast fjölskyldan í sporti og útiveru. Allir hafa gaman af, alveg sama hvaða aldur, og fá í leiðinni góða hreyfingu. Annað vetrarsport sem er sniðugt fyrir okkur fjölskyldufólkið eru skautar. Ég er búin að gera mikið af því sjálf í vetur að fara með krakkana á skauta hérna í laugardalnum og það er frábær íþrótt fyrir alla. Fjölskyldan að hreyfa sig saman - aðeins minni tölvuleikirUndecided

Sjáumst í ræktinni í fyrramálið,
Addý


Íslendingar eru duglegt fólk

World Class opnaði nýverið stöð í turninum í Kópavogi og ákvað ég að þjálfa kúnnana mína þar í dag. Ég starfa niður í Laugum en nú er WC búið að opna 3 nýjar stöðvar þannig viðskiptavinir geta notið tilbreytingar. Stöðin í Kópavogi er á 15. hæð og þar frábært útsýni þaðan í allar áttir.

En þegar ég horfði yfir svæðið þarna úr risaglerturninum varð mér hugsað til ömmu minnar sem fæddist í torfbæ á Reykhólum. Ég er uppalin í Garðabænum og þegar ég var unglingur(okei það er dálítið langt síðan, ekkert svo samt;) var þetta svæði algjörlega óbyggt. Nú nokkrum árum síðar...c.a. 15...ótrúlegt hvað tíminn líður hratt, er svæðið iðandi af lífi og aragrúi fólks og fyrirtækja sem hafa skapað sér tækifæri á markaði. 

Ástæðan fyrir því að ég var að hugsa þetta er sú að umræðan síðustu daga hefur einkennst af því að við Íslendingar séum búin að vera á allsherjar fylleríi og að við séum eyðsluseggir upp til hópa. Við tökum alltof mikið lán fyrir því sem við erum að gera og skammtímahugsunin sé allsráðandi. Það getur vel verið, en við erum umfram allt dugleg og ótrúlega framsækin þjóð. Við tileinkum okkur nýjungar og reisum m.a. fjármálamiðstöð á örfáum árum og náum árangri innan sem utanlands. Síðustu hundrað ár í Íslendingasögunni eru hreint út sagt ótrúleg. Hreinn viðsnúningur á stöðu þjóðarinnar í alla staði. Reynum að vera dálítið bjartsýn og jákvæðWink

Addý


Hvað gæti verið að koma í veg fyrir að þú léttist?

1. Sleppir morgunmat. Morgunmaturinn er mikilvægasta máltíð dagsins og rannsóknir sýna að þeir sem borða morgunmat hafa lægra BMI(Body mass index-hlutfall hæðar og þyngdar).

2. Of stórir skammtar. Hæfilegur skammtur þýðir að svengdin er farin að segja til sín 3 klst. eftir máltíð.

3. Kvöldsnarlið. Best er að borða ekkert eftir kvöldmat, ef eitthvað þá einn ávöxt og munið eftir vatninu.

4. Of lítill svefn. Hvíldin er nauðsynleg því meðan á henni stendur eiga sér stað mjög mikilvæg efnaskipti líkamans.

5. Of mikið af fituskertum/sykurskertum/unnum matvörum. Aukaefni eru óvinurinn. Hreint mataræði muniði, beint af akrinum;o)

6. Neikvæðni og mótþrói. Hugurinn ber þig alla leið.

7. Nei það er ekki nóg að brenna bara. Styrktaræfingar eru grunnurinn, þá brennir líkaminn líka meira á brennsluæfingunni.

8. Áfengið. Já það er rétt, alkóhól er mjög hitaeiningaríkt.

Gangi ykkur vel,
Addý


Syndir nútímamannsins...hihihi

italianforgiven_gif


Smurning á kerfið

Fólk spyr mig oft hvaða olía sé best til inntöku sem fæðubótarefni...og svarið við því er, að mínu mati, að skipta reglulega um olíu. Taka einn mánuð í hörfræolíu, skipta svo í lýsi eða omega 3 o.s.frv. Einu sinni var lýsi það eina sem við þekktum en nú er tíðin önnur og margar gæðaolíur í boði. Svo er líka hægt að nota olíur eins og kókosolíu og ólífuolíu í staðinn fyrir smjör og smjörlíki í bakstri, mæli með því að prófa það, miklu miklu hollaraSmile. Helstu olíur eru:

Jurtaolíur:
Hörfræolía (Mjög góð, kaupi þessa frá Sollu)
Kókosolía (Nota hana til steikingar og í bakstur. Er umdeild..?)
Ólífuolía (Veljið first cold pressed og extra virgin auðvitað. Best á salöt, má ekki steikja uppúr henni - mistök margra)
Sesamolía
Sólblómafræolía (Góð til steikingar)

Fiskiolíur:
Venjulegt þorskalýsi(Best fyrir börnin)
Hákarlalýsi
Ufsalýsi (Hærra magn af A og D vítamínum)
Omega 3(unnin úr fiski sem er auðugur af ómega 3 fitusýrum)

Svo eru auðvitað til hinsar ýmsu blöndur af olíum. Ég var að byrja að taka Udo´s Oil 3 6 9 núna sem er svona blönduð olía sem inniheldur allt þetta nauðsynlegasta og hún lofar góðuTounge - vel smurð núnaWoundering Takið 1-2 matskeiðar af olíu á dag.

Bæ í bili, Addý

Smá um tónlistina mína. Er að hlusta á hann Ismael Lo núna, hann er geggjaður - tékkið á þessu lagi, mikill tregi (eins og ég er þekkt fyrirTounge) http://www.youtube.com/watch?v=7lTHiObYX1o


Eitrið sem við erum að gefa börnunum okkar

Þar sem ég er mikil áhugamanneskja um næringu og matseld skellti ég mér á matreiðslunámskeið hjá Maður Lifandi í gær. Námskeiðið heitir heilsukostur og er ein kvöldstund. Við mamma fórum saman(alltaf að reyna að smita fjölskylduna af "dellunni" minniSmile) og lærðum sko margt og mikið. Og ætla ég að skrifa um það hérna á næstu dögum og jafnvel að henda inn uppskriftum fyrir ykkur ef þið verðið stilltWink - svona þegar ég er búin að prófa þær og gera að mínum eigin. Á námskeiðinu var fjallað almennt um holla matargerð og svona trix til þess að gera hollan mat góðan og bara aðgengilegan. Því oft miklar fólk fyrir sér að breyta og prófa nýja hluti í eldhúsinu og held ég að það sé mest þekkingarleysi/tímaleysi. Auðvelt að gera það sem maður kann...ekki satt.

En eitt að því sem sló mig, þó svo ég hafi þannig séð vitað það, var umfjöllunin um sætuefnið aspartam. Aspartam átti upphaflega að banna í Bandaríkjunum en út af einhverri óskiljanlegri pólitík var það leyft. Þetta efni er algjört eitur og það versta er, er að það er í ótrúlega mörgu af því sem við gefum börnunum okkar á hverjum degi. Þar ber fyrst að nefna skyr, jógúrt, dagmál, kvöldmál eða hvað sem þetta nefnist allt saman, þ.e.a.s. mjólkurvörur sem eru merktar sykurskertar eru uppfullar af þessu efni. Svo eru þessar vörur auglýstar sem heilsuvörur. Þetta eru hálfgerð svik því þar fyrir utan er meiri hlutinn af öðrum mjólkurvörum uppfullar af sykri. Þetta hefur lýðheilsustofnun verið að benda á, sem er mjög jákvætt. Fleiri vörur sem innihalda aspartam eru t.d. gos og tyggjó og aðrar sykurskertar vörur. En bara gerið það fyrir mig, passið að hafa ekki aspartam hluta af ykkar daglegu fæðu og sérstaklega ekki barnanna ykkar.

Kv. Addý


Basískt fæði

"Nýjasta" (er reyndar hundgamalt) æðið í líkamsræktarbransanum er svokallað ph-diet. En það snýst um að jafna ph-stig líkamans. Hlutlaust eigum við að vera 7 í ph-sýrustig (svona eins og Nivea sápanWinkShocking) en eins og fólk borðar í dag er algengt að fólk sé með súra(e.acid) flóru. Það þýðir að ph-stigið er alltof hátt. Þá er talið að ofneysla á sykri, rauðu kjöti, hvítu hveiti, mjólkurvörum og áfengiFrown o.fl. til lengri tíma geri það að verkum að líkaminn nái ekki að jafna sýrustigið. Afleiðingar þess eru þá flóra þar sem veirur/bakteríur/sýkingar eiga auðveldar uppdráttar. En ph-kúrinn svokallaði snýst þá um að fara á basískt fæði til þess að snúa þessu ferli í rétta átt. Hér fyrir neðan er linkur ef þið hafið meiri áhuga:

http://www.puls.is/xodus.aspx?id=30

http://www.himneskt.is/Forsida/Frodleikurspjall/Greinar/MeiraumGreinar/116

Meira síðar...Smile 

Addý


Topp 5 - mataræði

1. Tileinkaðu þér hreint mataræði. Forðastu unnin matvæli, aukaefni, litarefni, sætuefni o.s.frv. Hreinn matur er t.d. ferskt kjöt, fiskur, kjúklingur, egg, grænmeti, ávextir(ferskir og þurrkaðir), kornmeti (t.d. hýðis eða brún hrísgrjón, gróf heilsubrauð, haframjöl og ósykraðar múslíblöndur), hnetur o.s.frv.

   

2. Veldu gróft og forðastu fínt. Veljum spelt, heilhveiti, hýðishrísgrjón, brún hrísgrjón o.s.frv.og forðumst hvítan sykur, hvítt hveiti, hvít hrísgrjón o.s.frv.

3.  Fjöldi máltíða. Borðaðu 5-6 máltíðir á dag. Uppistaðan er 3 aðalmáltíðir: morgunmatur, hádegismatur og kvöldmatur og svo 2-3 minni máltíðir. Aldrei að borða sig alveg pakksaddannSick

4. Vatn, vatn, vatn og aftur vatn. Besti drykkur í heimi. Drekka 2-3 lítra af vatni á dag.

5. Skipuleggja sig vel á virkum dögum og hafa svo einn "nammi"dag í viku.

   

Hafið að gott,
Addý


Meira um hugarfar

Verð að segja ykkur aðeins meira um hugarfar. Það er ótrúlegt afl í því að tileinka sér jákvætt og hvetjandi hugarfar. Í gegnum mannshugann fara tugir þúsunda hugsana á einum degi, mig minnir um 60 þús., en frá degi til dags eru þetta að jafnaði 95% sömu hugsanirnar aftur og aftur. Dálítið mikil endurtekning það... En prófið að hlusta á ykkur sjálf - hvað er ég að segja við sjálfan mig á hverjum degi? Tileinkum okkur virka hlustun. Hvað erum við að hugsa um þegar við erum í rútínunni okkar, t.d. þegar við erum að keyra í vinnuna eða bursta tennurnar á morgnana? Erum við hvetjandi og þakklát í hugsun eða erum við alltaf að rífa okkur niður og telja okkur trú um að við séum ekki hæf. Ef hið síðara er tilfellið, þá er kominn tími til að taka til...ekki satt? Þetta á við um alla hluta lífs okkar, ekki bara líkamsrækt. Það sem við teljum okkur trú um að við séum, það er það sem við erum og verðum.

Gleðilegan sunnudag,
Addý


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband