KJÖT - ofneysla og offramleiðsla
28.11.2009 | 12:38
Það er kjúklingur í matinn í kvöld. Nammi namm, en hvernig kjúklingur? Við framleiðslu kjúklings í Bandaríkjunum tekur það 4 mánuði að búa til fullvaxta kjúkling - ferlinu er flýtt með sterum og hormónum sem þýðir að fætur kjúklinganna brotna undan þeim. Mjaðmaliðir þeirra eru ekki þroskaðir til að bera stærð vöðvanna. Geðveiki er algeng meðal fuglanna og þeir eru látnir sitja svo þétt saman að nauðsynlegt er að höggva af þeim gogginn svo þeir goggi ekki sár á hvorn annan.... þetta er einungis brot af þvi hvernig meðferð fuglanna er. Ég hvet ykkur til að vera meðvituð um hvaða framleiðslu þið eruð að styðja og hvaða mat erum við að láta ofan í okkur og börnin okkar.
Þetta myndband lýsir vel hvernig þróun á kjöti hefur algjörlega farið fram úr sér á síðustu áratugum: http://www.themeatrix1.com/ stutt og sniðugt myndband - hvet ykkur til að skoða.
Athugasemdir
Þarna er komið verkefni fyrir Íslenska Erfðagreiningu, eða svipuð fyrirtæki í að þróa kjúklinga með sterkari mjaðmir og fætur svo og sterkari taugar....
Þetta er örugglega arðvænt verkefni sem svona fyrirtæki hljóta að leysa á farsælan hátt fyrir bæði kjúklinga og neytendur kjúklingakjöts.....
Ómar Bjarki Smárason, 28.11.2009 kl. 12:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.