Frábær tilfinning að koma í mark

Nú er maraþonið búið og gekk bara ótrúlega vel. Tíminn var 1:55 og ég er mikið sáttSmile Það er alltaf sigur að koma í mark og þegar líkamlega og andlega hliðin eru báðar að performera eins og var í gær er allt í plús. Svona langhlaup reyna nefninlega mjög mikið á þolinmæðina og maður er allan tímann að tala við sjálfan sig.

Er líka mjög stolt af þeim sem ég hafði þjálfað fyrir hlaupið og upplifði sigur með þeim að hafa klárað með stæl!!! Að uppskera eftir að hafa lagt á sig mikla vinnu í langan tíma er mjög gefandi og sjálfstyrkjandi og eitthvað sem allir ættu að prófa. Mæli með því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Flott hjá þér kona.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 24.8.2008 kl. 22:01

2 Smámynd: Arndís Thorarensen

Takk takk

Arndís Thorarensen, 25.8.2008 kl. 12:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband