Mikið að gera

Mikið svakalega fara afsakanir alltaf í taugarnar á mér, eeeeeeeeen ég er búin að vera á haus núna síðustu daga og lítið getað bloggað. Haustið farið á stað með látum, fullt af þjálfun og kennslan byrjuð hjá mér. Er mikið spennt að hlaupa maraþonið á laugardaginn og verð líka fegin þegar það er afstaðið og get byrjað að einbeita mér að lyftingum þar sem hlaupin hafa verið ansi fyrirferðarmikil undanfarið. Hvet ykkur öll til að taka þátt í maraþoninu, hægt að fara í skemmtiskokkið að minnsta kosti... Strákurinn minn sem er 7 ára ætlar sko að vinna það (ekki búin að segja honum reyndar að það er ekki tímataka en ok...gott að vera með smá metnaðSmile)

En hér er eitt gott stærðfræði/life - kvót fyrir ykkur í amstrinu:

If people do not believe that mathematics is simple, it is only because they do not realize how complicated life is.  ~John Louis von Neumann

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarney Bjarnadóttir

Oh ég öfunda þig, vildi óska að ég væri að fara í 21 km!! Hljóp það í fyrra, og af því að þú elskar afsakanir þá ætla ég að deila því með þér að ég ákvað að hlaupa bara 10 km núna þar sem ég er með svo slæma brjóskeyðingu í hnénu! hehe en vá hvað ég væri til í að fara í 21, það er einhver fáránlega sæla sem fylgir því að klára það.

Gangi þér rosa vel, og nottla syninum líka

Bjarney Bjarnadóttir, 21.8.2008 kl. 20:53

2 Smámynd: Arndís Thorarensen

Já sæla er sko rétta orðið, þetta er geggjuð tilfinning Skynsamt hjá þér að reyna ekki á þessa brjósteyðingu, meira er ekki alltaf betra!!!

Arndís Thorarensen, 24.8.2008 kl. 20:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband