Eldum sjálf

chefAð læra að elda einfalda og næringarríka máltíð er eitthvað sem allir ættu að tileinka sér. Matur á veitingahúsum er hannaður til að vera fyrst og fremst bragðgóður og kitla bragðlaukana...og til þess að gera hann þannig er oft mikið notað af t.d. smjöri, rjóma, salti osfrv. Ekki það að ég hafi neitt á móti fyrrnefndu heldur viljum við betur stjórna því hvað það er sem við borðum og bera sjálf ábyrgð á okkar heilsu í gegnum þá næringu sem við veljum. Við líka borðum bara öðruvísi þegar við erum heima hjá okkur og höfum útbúið matinn sjálf, við vitum nákvæmlega hvað er í matnum og erum ekki háð skömmtum og vali á hráefni starfsfólks veitingastaða. Aðgengi að hollum og góðum uppskriftum er ótrúlega mikið í dag í gegnum netið sem gerir þetta mun auðveldara og svo er líka bara ákveðin útrás fyrir sköpunarþörfina sem felst í því að skapa og útbúa máltíð fyrir sig og sína.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband