Mótsagnir
2.8.2008 | 20:42
Lifðu í núinu, segja þeir, ég er alltaf að reyna að lifa í núinu og njóta lífsins nákvæmlega á þeirri stundu sem ég er á, getur verið mjög ögrandi. En er mögulegt að lifa í núinu og bera samt ábyrgð á framtíð sinni? Í sjálfshjálparfræðunum er mikið talað um að vera með markmið og búa til plan til að ná þessum markmiðum því annars sé hætta á því að fljóta gegnum lífið án þess að finna og upplifa eiginlega lífsfyllingu. Til þess að geta gert það verður maður víst að hugsa og einbeita sér að framtíðinni. Sem sagt skipuleggja framtíðina í núinu.....mér finnst það vera ákveðið contradiction... bara pæling. Kannski spurning hvernig maður skilgreinir núið...?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.