Fyrir okkur sem æfum mikið - 5 algeng mistök
31.7.2008 | 17:28
1. Brenna brenna brenna það er alveg ljóst að það er ekki hægt að "skera niður" án þess að stunda brennsluæfingar en ef þú ert alltaf að brenna og ekkert gerist er kominn tími til að hugsa hlutina uppá nýtt. Líkaminn þreytist mikið við endalausar brennsluæfingar og til lengdar getur skaðinn verið meiri en uppbyggingin. Það er staðreynd að ef við göngum á þennan hátt á líkama okkar þá stjórnar viss hormónastarfsemi því að líkaminn byrjar að safna á sig vatni til verjast áreynslunni.
Ef þú hefur grun um að þetta sé málið, prófaðu þá að minnka brennsluna í 2-3 vikur og breyta engu öðru og sjáðu hvað gerist.
2. Veljum auðveldar, fljótlegar, tilbúnar kaloríur framyfir næringarríku fæðutegundirnar beint úr náttúrunni . Auðveldar kaloríur eru tilbúinn matur eins og próteinstangir, próteinsheikar, orkudrykkir og önnur unnin matvæli. Auðvitað má alltaf blanda þessu á skynsaman hátt inní heilbrigða fæðurútínu en öllu má ofgera. Þið vitið hvað ég á við ef þá á við um ykkur. Ekki gleyma grænmetinu góða eins og brokkolí, spínati, gulrótum, paprikum og öðru frábæru heilsusnakki.
3. Sleppa kolvetnum. Virkar ekki sorry. Kolvetni eru aðalorkugjafi líkamans og án þeirra starfar hann ekki eðlilega. Kolvetni eiga að vera ca. 55% af mataræði okkar. En miklu skiptir að velju réttu kolvetnin. Gróf hrísgrjón, hafrar, gróft mjöl (hveiti, spelt osfrv.) svo eitthvað sé upptalið, athugið að flest matvara er samsett - kolvetni, prótein, fita. Ef við sveltum líkamann af kolvetnum er hætta á því að hann fari í svokalla sveltiástand og reyni að halda í allt sem hann fær.
4. Nota of litlar þyngdir í styrktarþjálfuninni og reyna þannig of lítið á sig. Og stelpur ekki vera hræddar við að fá of stóra vöðva, við erum ekki gerðar til þess.
5. Taka inn of mikið af fæðubótarefnum og vítamínum. Það er umdeilt hversu mikil upptaka líkamans er á vítamínum og næringarefnum úr tilbúnum fæðubótarefnum. Ekki taka of margt í einu, prófa sig áfram. Og munum að besta næringin er úr heilnæmri og ferskri fæðu. Þannig virkar líkaminn best og nær mestum árangri.
Já og svo er það auðvitað að halda jákvæða viðhorfinu og vera aldrei að vinna gegn sjálfum sér með neikvæðni og niðurdrepandi hugsunum. Ef það sem við erum að gera er ekki skemmtilegt þá eigum við að gera eitthvað annað, finna einhverja aðra leið sem við höfum gaman að og hvetur okkur á réttan hátt
Athugasemdir
Flott færsla.
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 31.7.2008 kl. 22:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.