Brauðhúsið
9.7.2008 | 18:57
Brauðhúsið er bakarí í Grímsbæ á Bústaðavegi sem bakar mikið ljúffeng brauð. Þetta er lífrænt bakarí þar sem notast er við lífrænt hráefni, brauðin eru einnig laus við hvítt hveiti og öll aukaefni. Síðan eru þetta bara ofsa ofsa góð brauð. Þau geymast reyndar ekki lengi (enda frekar undarlegt hvað samlokubrauðin úr bónus haldast lengi mjúk...hmmmm) en þá er best að geyma þau niðursneidd í frysti. Nældi með mér einu gulrótarbrauði á Landsmótið um helgina og það vakti mikla lukku
Kveðjur, Addý
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.