Nammifiskur Addýjar
9.4.2008 | 23:15
Holl og næringarrík máltíð
Fiskréttur fyrir 4:
800 gr fiskur - steinbítur/ýsa/þorskur
1 lítil dós af kókosmjólk
1 kúfuð msk. af hot madras curry(minna ef þið viljið ekki sterkan mat)
salt og pipar eftir smekk
Hræra karrý út í kókosmjólkina, skera fisk í bita leggja í eldfast mót, hella sósu yfir og láta liggja í leginum í ca. 1/2-1 klst(ekki nauðsynlegt - en betra). Krydda með salt og pipar áður en sett er síðan inní ofn. Baka í ca. 15-20 mínútur á 200 gráðum. Nammi namm
Jógúrtdressing á fiskinn:
1 lífræn hrein jógúrt
Smá biti af agúrku skorinn niður í litla teninga
Smá fersk engirferrót(á stærð við hvítlauksgeira)kreist út í.
Cummin og salt
Kartöfluréttur(ef svo má kalla;):
2 meðalstórar sætar kartöflur
2 hvítlauksrif
1/2 rauðlaukur
olía, salt og pipar
Afhýða kartöflur og rífa þær niður með grófu rifjárni. Skera rauðlauk smátt og blanda saman. Kreista hvítlauksrifin og hella olíu út í og blanda saman. Krydda. Baka í ofni í fremur þunnu lagi í eldföstu móti við 200 gráður með fiskinum.
Borið fram með fersku salat, ögn af gleði og fullt af vatni
Verði ykkur að góðu
(Þið sem eruð í þjálfun hjá mér - prófið þetta dúllurnar mínar)
Athugasemdir
Hæ,
Sjonni var að segja mér frá blogginu
Kv.
Mills
Camilla Ósk Hákonardóttir (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 23:58
mmmmm mjög girnilegt.......hlakka til að prófa fiskinn! Frábær síða hjá þér Addý mín - þú ert lang flottust og best!
Ágústa (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 00:17
þessi lítur vel út, hlakka mikið til að prófa
skrái mig hérmeð í hlaupaklúbb Addýar
kær kveða
thelma
Thelma Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 21:15
Ert hér með skráð í klúbbinn mín kæra, hlaupum frá Laugum á miðvikudögum kl. 17, hlakka til að sjá þig
Kær kveðja,
Addý
Arndís Thorarensen, 11.4.2008 kl. 23:06
He he sjokkerandi staðreynd að ég sé að kommenta á einu færsluna sem inniheldur MATARUPPSKRIFT... :)
En hlakka til að prófa, hljómar allt mjög vel. Annars fyllist maður eldmóði að lesa þessa pistla - langar beinlínis að reima á sig skóna og fara út í vorið. Alveg sammála með að vakna í birtunni, þvílíkur gíantískur munur. Ég sprett á fætur og er mætt í ræktina kl. 06 þessa dagana og finnst það bara EKKERT MÁL!
Sigrún (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 21:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.