Íslendingar eru duglegt fólk

World Class opnaði nýverið stöð í turninum í Kópavogi og ákvað ég að þjálfa kúnnana mína þar í dag. Ég starfa niður í Laugum en nú er WC búið að opna 3 nýjar stöðvar þannig viðskiptavinir geta notið tilbreytingar. Stöðin í Kópavogi er á 15. hæð og þar frábært útsýni þaðan í allar áttir.

En þegar ég horfði yfir svæðið þarna úr risaglerturninum varð mér hugsað til ömmu minnar sem fæddist í torfbæ á Reykhólum. Ég er uppalin í Garðabænum og þegar ég var unglingur(okei það er dálítið langt síðan, ekkert svo samt;) var þetta svæði algjörlega óbyggt. Nú nokkrum árum síðar...c.a. 15...ótrúlegt hvað tíminn líður hratt, er svæðið iðandi af lífi og aragrúi fólks og fyrirtækja sem hafa skapað sér tækifæri á markaði. 

Ástæðan fyrir því að ég var að hugsa þetta er sú að umræðan síðustu daga hefur einkennst af því að við Íslendingar séum búin að vera á allsherjar fylleríi og að við séum eyðsluseggir upp til hópa. Við tökum alltof mikið lán fyrir því sem við erum að gera og skammtímahugsunin sé allsráðandi. Það getur vel verið, en við erum umfram allt dugleg og ótrúlega framsækin þjóð. Við tileinkum okkur nýjungar og reisum m.a. fjármálamiðstöð á örfáum árum og náum árangri innan sem utanlands. Síðustu hundrað ár í Íslendingasögunni eru hreint út sagt ótrúleg. Hreinn viðsnúningur á stöðu þjóðarinnar í alla staði. Reynum að vera dálítið bjartsýn og jákvæðWink

Addý


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband