Smurning á kerfið

Fólk spyr mig oft hvaða olía sé best til inntöku sem fæðubótarefni...og svarið við því er, að mínu mati, að skipta reglulega um olíu. Taka einn mánuð í hörfræolíu, skipta svo í lýsi eða omega 3 o.s.frv. Einu sinni var lýsi það eina sem við þekktum en nú er tíðin önnur og margar gæðaolíur í boði. Svo er líka hægt að nota olíur eins og kókosolíu og ólífuolíu í staðinn fyrir smjör og smjörlíki í bakstri, mæli með því að prófa það, miklu miklu hollaraSmile. Helstu olíur eru:

Jurtaolíur:
Hörfræolía (Mjög góð, kaupi þessa frá Sollu)
Kókosolía (Nota hana til steikingar og í bakstur. Er umdeild..?)
Ólífuolía (Veljið first cold pressed og extra virgin auðvitað. Best á salöt, má ekki steikja uppúr henni - mistök margra)
Sesamolía
Sólblómafræolía (Góð til steikingar)

Fiskiolíur:
Venjulegt þorskalýsi(Best fyrir börnin)
Hákarlalýsi
Ufsalýsi (Hærra magn af A og D vítamínum)
Omega 3(unnin úr fiski sem er auðugur af ómega 3 fitusýrum)

Svo eru auðvitað til hinsar ýmsu blöndur af olíum. Ég var að byrja að taka Udo´s Oil 3 6 9 núna sem er svona blönduð olía sem inniheldur allt þetta nauðsynlegasta og hún lofar góðuTounge - vel smurð núnaWoundering Takið 1-2 matskeiðar af olíu á dag.

Bæ í bili, Addý

Smá um tónlistina mína. Er að hlusta á hann Ismael Lo núna, hann er geggjaður - tékkið á þessu lagi, mikill tregi (eins og ég er þekkt fyrirTounge) http://www.youtube.com/watch?v=7lTHiObYX1o


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband