Heilbrigt hugarfar - byrjaðu í dag

Til þess að vera í toppformi þarf einstaklingur að tileinka sér topphugarfar. Því er svo mikið til í orðunum "við erum það sem við hugsum". Það að tileinka sér eða lifa heilbrigðum lífstíl er fyrst og fremst háð hugfari okkar. Við getum allt sem við ætlum okkur og höfum tekið ákvörðun umSmile 

Margir upplifa það að vera alltaf á leiðinni í ræktina en komast einhvern veginn aldrei. Þá heyrir maður hinar ýmsu afsakanir eins og t.d. að hafa ekki tíma. Oft vill það verða að þegar við viljum gera eitthvað nýtt, breyta lífi okkar eða byrja á einhverju nýju, að við frestum því. Æi bíðum aðeins, ég ætla fyrst að klára skólann eða ég ætla byrja eftir jól eða ég tek þetta með trompi eftir sumarfríið. Við finnum einhverja frábæra afsökun til að bíða aðeins. En til hvers að bíða? Lífið er of stutt til að sóa því í frestandi og hamlandi hugsanir. Ég er ekkert að segja að allir eigi að hendast í ræktina. Heldur einungis að hvetja ÞIG að byrja að hreyfa þig ef það er eitthvað sem þig langar til að gera. Við vitum öll sjálf best hvort þið þurfum á því að halda. Líkamar okkar eru hannaðir til þess að hreyfa sig og þeim mun meira sem við notum líkamann þeim mun meira finnum við fyrir lífinu - það er a.m.k. mín reynslaWink

Hendum því út hamlandi og afsakandi hugsunum og framkvæmum. Ekki hugsa of mikið, hvort eða hvenær þú ætlar að byrja í ræktinni - bara drífðu þig á stað.

Hlakka til að sjá þig.

Addý


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband