Færsluflokkur: Lífstíll

Meira um hugarfar

Verð að segja ykkur aðeins meira um hugarfar. Það er ótrúlegt afl í því að tileinka sér jákvætt og hvetjandi hugarfar. Í gegnum mannshugann fara tugir þúsunda hugsana á einum degi, mig minnir um 60 þús., en frá degi til dags eru þetta að jafnaði 95% sömu hugsanirnar aftur og aftur. Dálítið mikil endurtekning það... En prófið að hlusta á ykkur sjálf - hvað er ég að segja við sjálfan mig á hverjum degi? Tileinkum okkur virka hlustun. Hvað erum við að hugsa um þegar við erum í rútínunni okkar, t.d. þegar við erum að keyra í vinnuna eða bursta tennurnar á morgnana? Erum við hvetjandi og þakklát í hugsun eða erum við alltaf að rífa okkur niður og telja okkur trú um að við séum ekki hæf. Ef hið síðara er tilfellið, þá er kominn tími til að taka til...ekki satt? Þetta á við um alla hluta lífs okkar, ekki bara líkamsrækt. Það sem við teljum okkur trú um að við séum, það er það sem við erum og verðum.

Gleðilegan sunnudag,
Addý


Heilbrigt hugarfar - byrjaðu í dag

Til þess að vera í toppformi þarf einstaklingur að tileinka sér topphugarfar. Því er svo mikið til í orðunum "við erum það sem við hugsum". Það að tileinka sér eða lifa heilbrigðum lífstíl er fyrst og fremst háð hugfari okkar. Við getum allt sem við ætlum okkur og höfum tekið ákvörðun umSmile 

Margir upplifa það að vera alltaf á leiðinni í ræktina en komast einhvern veginn aldrei. Þá heyrir maður hinar ýmsu afsakanir eins og t.d. að hafa ekki tíma. Oft vill það verða að þegar við viljum gera eitthvað nýtt, breyta lífi okkar eða byrja á einhverju nýju, að við frestum því. Æi bíðum aðeins, ég ætla fyrst að klára skólann eða ég ætla byrja eftir jól eða ég tek þetta með trompi eftir sumarfríið. Við finnum einhverja frábæra afsökun til að bíða aðeins. En til hvers að bíða? Lífið er of stutt til að sóa því í frestandi og hamlandi hugsanir. Ég er ekkert að segja að allir eigi að hendast í ræktina. Heldur einungis að hvetja ÞIG að byrja að hreyfa þig ef það er eitthvað sem þig langar til að gera. Við vitum öll sjálf best hvort þið þurfum á því að halda. Líkamar okkar eru hannaðir til þess að hreyfa sig og þeim mun meira sem við notum líkamann þeim mun meira finnum við fyrir lífinu - það er a.m.k. mín reynslaWink

Hendum því út hamlandi og afsakandi hugsunum og framkvæmum. Ekki hugsa of mikið, hvort eða hvenær þú ætlar að byrja í ræktinni - bara drífðu þig á stað.

Hlakka til að sjá þig.

Addý


Og þá hófust skrifin...

Velkomin á bloggið mittSmile 

Ég starfa sem einkaþjálfari í World Class Laugum og ætla að nota þessa síðu til að skrifa um heilsu, heilbrigðan lífstíl og næringu. Öll getum við bætt líf okkar á einhvern hátt og fræðslan um líkamsrækt og næringu virðist aldrei vera nóg í þjóðfélagi sem einkennist af kyrrsetu og hvers kyns aukaefna-óhollustu. Þannig langar mig til að hafa áhrif og hvetja fólk til að tileinka sér bætt hugfar, meiri hreyfingu og miklu betri næringu. Vona að þið njótið vel.

Kveðja,
Addý


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband