Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
Komin heim
9.7.2008 | 20:59
Ítalía var algjört sukksessVið höfðum það yndislegt í landi rauðvíns og mozzarellaosta 2 fjölskyldur frá landinu kalda. Fyrst í eina viku í Toscana héraði, umvafin vínekrum og ótrúlegri fegurð og svo í eina viku við Gardavatn, nánar tiltekið í bænum Desenzano. Fengum frábært veður allan tímann og kynntumst Ítalíu á nýjan hátt. Svo auðvitað Flórens sem er fallegasta borg sem ég hef komið til.
Hér koma nokkrar myndir:
"Kastalinn"
Ærslabelgirnir og vinirnir: Bjarki, Matti og Egill Orri
og auðvitað prinsessan Margrét Íris við hið undurfagra Gardavatn
Næsti bær við okkur í húsinu, Greve í Chianti, þarna kunna þeir sko að gera rauðvínin
Og svo systkinin á góðri stund í Munchen
Annars er ég ennþá í fríi og flestum stundum eytt í sveitasælunni uppí bústað og í tjaldinu. Skelltum okkur svo á landsmót hestamanna um síðustu helgi og það var algjör snilld (mun ekki birta myndir þaðan).
Þjálfun fyrir hálfmaraþon ennþá á fullu í gangi auðvitað er að hlaupa svona 30-40 km á viku...stefni á að bæta tímann frá því í fyrra.
Hafið það yndislegt öll
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)